Þar sem íslenskur markaður er fámennur hefur Adobe ekki talið grunndvöll fyrir að vera með íslenska vefverslun. Adobe er með vefverslanir í öllum löndum í kring um okkur, á viðkomandi tungumáli, í viðkomandi gjaldmiðlum og með viðkomandi sköttum, svo sem virðisaukaskatti.
Á liðnum árum höfum við verið í stöðugu sambandi við Adobe, varðandi að fá að selja Adobe áskriftir fyrir einstaklinga á Íslandi. Við minnumst þess að Adobe Europe sagði við okkur lengi vel að gleyma þessu, við mundum aldrei fá að selja einstaklings áskriftir. Raunin varð að lokum önnur og við fengum eftir langa baráttu að selja nokkrar vinsælustu einstaklings vörur Adobe í 1 árs áskrift.
Við höfum ekki látið þar við sitja og nú hefur Adobe hannað frá grunni nýtt framtíðar viðmót fyrir okkur, svo við getum bætt við fleiri einstaklings áskriftum. Með þessu nýja viðmóti verður auðveldara fyrir Adobe að bæta við fleiri og nýjum vörum fyrir einstaklinga. Við höfum litið á þetta sem „prinsip“ mál, en ekki út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Á sama hátt höfum við hingað til ekki tekið greiðslu fyrir tæknilega aðstoð.
ATHUGIÐ: Ekki er mælt með því að blanda saman einstaklings áskriftum og Adobe CC eða Adobe DC VIP leyfum fyrir fyrirtæki, stofnanir eða skóla.
Hér eru þær einstaklings 1 árs áskriftir sem við getum boðið í dag:
- Adobe Acrobat Pro DC – 1 árs Personal áskrift
- Creative Cloud All Apps – 1 árs Personal áskrift með 100 Gb skýja hýsingu
- Premiere Pro CC – 1 árs Personal áskrift
- Adobe Photography Plan (20Gb skýja geymsla) – 1 árs Personal áskrift
- Adobe Lightroom CC (1Tb skýja geymsla) – 1 árs Personal áskrift
- Adobe CC All Apps Nemendur og Kennara – 1 árs Personal áskrift
Við teljum mjög mikilvægt að við getum verið til staðar fyrir alla Adobe notendur á Íslandi. Fyrirtæki, stofnanir, skóla á öllum stigum, lítil fyrirtæki og einstaklinga. Við lítum björtum augum til þess að geta bætt við fleiri Adobe einstaklings áskriftum við vöru úrval okkar til að mæta Adobe þörfum íslensks markaðar betur.