Creative Cloud fyrir Skóla

Við erum með Adobe Creative Cloud lausnir fyrir öll skólastig. Lausnirnar skiptast fyrst í að vera fyrir hvert „tæki“ eða skráð á „notenda“. Ef lausnin er skráð á tæki geta allir notendur þess haft aðgang að forritunum, en þau eru ekki með skýja tengingu. Ef lausnin er skráð á nafn, er notandinn með fullkomna Adobe CC skýjalausn og aðgang frá tveimur tækjum, auk spjaldtölvu og snjallsíma. Mismunandi verð eru eftir skólastigum, fjölda leyfa og tegund. Ekki hika við að hafa samband til að fá faglega ráðgjöf frá okkur hvað er hagkvæmasta lausnin fyrir þína menntastofnun.

Hinn skapandi heimur notar Photoshop

Hugbúnaðarsetrið ehf. er Certified Adobe Reseller. Fyrirtækið er stofnað til að gera Íslendingum kleift að kaupa allan hugbúnað frá Adobe, sem má selja á Íslandi, á sem hagstæðustu kjörum og á löglegan og þægilegan máta. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita góða notendaþjónustu og stuðla að fræðslu í notkun Adobe hugbúnaðar á Íslandi.