Bylting – Adobe Creative Cloud Express

Adobe CC Express Feature Image B 1080

Búðu til eigið markaðsefni – Getur varla verið einfaldara

Búðu til áberandi efni á fljótlegan og einfaldan máta. Veldu úr þúsundum sniðmáta í nýja Adobe Express.

Veldu tegund af sniðmáti fyrir þann miðil sem þú ætlar að auglýsa á. Veldu svo grunn sniðmát sem þér líst vel á.

Sparaðu tíma með sniðmátum.

Adobe Express gerir þér auðvelt að velja grunn úr þúsundum sniðmáta. Einfalt að velja hentugt sniðmát fyrir birtingu á samfélagsmiðlum, vefsíðum eða fyrir prentun. Það er ekkert mál að hlaða inn merki fyrirtækisins, velja aðal leturgerðir og litaspjald og vista það sem staðal undir “Branding”. 

Ekki hönnuður? Þá er Adobe Express fyrir þig.

Búðu til allt sem þú þarft í einu og sama viðmótinu. Með verkfærum sem eru hönnuð til að gera vinnuna einfalda. Með einum smelli getur þú fjarlægt bakgrunn í myndum, breytt stærðum, skorið þær til og vistað á hentugu formi. Sama á við um vídeó. Auðvelt er að klippa þau til, setja saman, breyta stærð þeirra og vista svo afrit á réttu skráasniði og í réttri stærð fyrir viðkomandi notkun. Jafnvel flóknar aðgerðir við ljósmyndir, vídeó, texta eða teikningar, verða einfaldar í Adobe Express. 

Einfalt að vinna með öðrum.

Það getur ekki verið auðveldara að deila efni, til dæmis vörumkerkjum, stöðluðu letri, litavali, eða stærðum á texta. Adobe Express aðstoðar þig við að vista efnið fyrir mismundandi notkun, deila því með þeim sem þú vilt vinna með í báðar áttir. Það er ekki lengur flókið að vista gögn á Pdf skráasniði, fyrir mismunandi notkun og hafa aðgang að efni þínu hvar og hvenær sem er. 

Adobe Express er fáanlegt með Adobe CC All Apps og Adobe CC Stökum hugbúnaði.

Ekki hika við að hafa samband ef við getum aðstoðað eitthvað.

Hafa samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Skráðu þig á póst lista hjá okkur. Við sendum skráðum aðilum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Shopping Cart
Scroll to Top