Hugmyndafræði og tækni á bak við góða íþrótta- eða fréttaljósmynd.

29. apríl, 2022
Swimmer_AS14828

Vefnámskeið með Adam Stoltman, ljósmyndara og myndaristjóra hjá The New York Times

Hvað liggur að baki grípandi íþróttaljósmynd eða fréttaljósmynd, þar sem atburðir eiga sér oft stað á miklum hraða og mikilvægt er að ná rétta augnablikinu á broti úr sekúndu?

Frítt vefnámskeið – fimmtudaginn 5. maí – kl 14:00 – 15:30

Sjá hlekk á upptöku neðst á síðunni.

Þó að viðfangsefnið verði hér aðallega um íþróttaljósmyndun, þá eru bæði tæknileg og huglæg atriði oft þau sömu og á sviði almennrar fréttaljósmyndunar.

Ljósmyndun íþrótta krefst ekki aðeins tæknilegrar færni, sérhæfðs búnaðar og góðrar þekkingar á hverri íþrótt. Það er ekki síður mikilvægur þáttur að geta greint mannlegt eðli og þróun atburða sem spilaðir eru í rauntíma fyrir framan linsuna. Og geta þá gripið augnablik erfiðis, gleði, reiði eða sorgar og önnur mannleg viðbrögð með virðingu og skilningi

Á þessu vefnámskeiði mun Adam Stoltman fjalla um þá tækni sem þekktustu íþróttaljósmyndarar heims nota. Hann mun fjalla um margbreytileika þess að ljósmynda íþróttafólk á miklum hraða og grípa bæði líkamlegar og andlegar tilfinningar þeirra á réttu augnabliki. Og um samspil tækni, hreyfinga og tilfinninga, út frá heimspekilegum grunni með það að leiðarljósi að skrásetja íþróttir í ljósmyndum.
 

Adam mun einnig fjalla um mikilvægi þess að gera sér grein fyrir þeirri miklu og oft einmanna vinnu sem liggur að baki hjá íþróttafólki, þegar það mætir á ögurstundu til að sýna árangur alls erfiðis síns, laðið orku og einbeitningu, til að sýna, sigra og skilja sínum besta árangri, oft undir miklu og óvægu álagi frá áhorfendum.

Adam mun ræða hvernig tækni íþrótta- og fréttaljósmynda hefur alltaf verið samtvinnuð. Allt frá þróun myndmáls á marga ramma á filmu yfir í enn fleiri ramma á stafrænu formi og um leið sömu kröfur um skjóta vinnslu og afgreiðslu bestu myndanna. Hann mun deila sögum og dæmum úr eigin verkum og af reynslu sinni sem myndrænn ritstjóri yfir verkum annarra ljósmyndara hjá tveimur af þekktari miðlum heims, The New York Times og The New York Times Sunday Magazine.

Adam Stoltman mun meðal annars fjalla um:

Að skynja stóru augnablikin í íþróttum.
Sigur, hörmungar, ósigur, þrautseigja, hetjuskapur, teymivinna, fókus, agi, eða mannlegur veikleiki. Þetta er allt hluti af stórum atburðum í sögu íþrótta. Að hafa innsæi og vera meðvitaður um slíka hápunkta, mun gefa ljósmyndum meiri drama og meira vægi.

Lesa á sama tíma bæði augnablik og hrynjanda í miðjum leik.
Næstum allar íþróttir og íþróttakeppni fylgja fyrirsjáanlegum mynstri.  Að gera sér grein fyrir því, án tillits til tiltekinnar íþróttar sem verið er að spila, mun veita meiri möguleika að ná árangri í að ná góðum myndum á mikilvægum augnablikum.

Tæknin og íþróttaljósmyndun.
Nýasta tækni hefur alltaf verið stór hluti af íþróttaljósmyndun. Sennilega ekki síður á því sviði en á öðrum sviðum ljósmyndunar, þar sem hraðinn er oft mjög mikill frá upphafi til enda. Frá fyrstu viðleitni til að frysta hreyfingu, til þróunar mótor-drifa, stroboscopic ljósmyndunar, langra linsa með stóru ljósopi og í dag með stafrænni tækni frá A til Ö. Á öllum stigum hefur hraðinn skipt mjög miklu máli í íþróttaljósmyndun. Skilningur á þessu, setur verk dagsins í sögulegu samhengi.

Adam Stoltman, ljósmyndari og ljósmyndaritsjóri í yfir 30 ár.

Adam Stoltman

Ljósmyndir Adam’s Stoltman hafa birst í Time, Newsweek, LIFE, Sports Illustrated, The New York Times Sunday Magazine, New Yorker, Stern, Paris Match og fjölda annarra miðla í Bandaríkjunum og Evrópu.
 
Adam hefur fjallað um tólf Ólympíuleika og marga stærstu íþróttaviðburði heims. Stundum sem ljósmyndara og stundum sem myndrænn ritstjóri.  Hann hefur einnig ljósmyndað langtíma sögur um menningarpersónur og listamenn, þar á meðal Maya Lin og Leonard Bernstein.  
 
Sem ritstjóri Sports Picture hjá The New York Times tók hann þátt í að innleiða stafræna tækni myndmáls hjá blaðinu og sem ritstjóri í The New York Times Sunday Magazine var hann hluti af teymi sem framleiddi margverðlaunaða myndræna umfjöllun um heimsviðburði, þar á meðal fall kommúnismans, fyrsta Persaflóastríðið, átökin á Torgi hins himneska friðar og olíueldana í Kúveit.  Hann starfaði einnig sem staðgengill myndaritstjóra fyrir ljósmyndun hjá Sports Illustrated, þar sem hann hjálpaði til við að hafa umsjón með auka sjónrænann þátt frétta.

Skráðu þig á vefnámskeiðið hér. Þú færð sendan hlekk á námskeiðið með góðum fyrirvara. Allir skráðir þátttakendur fá svo sendan hlekk á upptöku af vefnámskeiðinu:

Adobe Creative Cloud

Creative Cloud veitir þér aðgang að vinsælasta hugbúnaði og hugbúnaðar þjónustu í heimi fyrir kvikmyndavinnslu, grafíska hönnun, ljósmyndun eða hönun á vef efni og öppum. Það er auðvelt að byrja með innbyggðu kennsluefni og tilbúnum sniðmátum sem fylgja.

Skráðu þig á póst lista hjá okkur. Við sendum skráðum aðilum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Hafa samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top