Lightroom CC (1Tb hýsing) – 1 árs einstaklings áskrift

ATH! Lightroom CC er ekki sama og margir þekkja sem gamla Lightroom. Það sem áður var kallað Lightroom, heitir í dag Lightroom Classic og er fáanlegt í Photography Plan áskriftinni.

 

Lightroom CC er fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, tölvur eða með því að skrá sig beint inn á vefnum.

Mjög hentugt til að taka Raw eða Jpeg myndir á snjallsíma. 

Lightroom CC er með  þægilegu notendaviðmóti, til að vinna myndir, sleða fyrir fljölbreyttar aðgerðir, smart maska, sem greina himinn eða megin myndefnið. Einnig er hægt að bursta inn maska eða setja staðbundið yfir hluta af myndefninu. 

Notendur geta breytt myndum sínum í fullri upplausn hvar sem er, á snjallsímanum, spjaldtölvunni, á vefnum eða í Lightroom CC á tölvunni sinni. 

Þegar teknar eru Raw myndir í Lightroom CC, (DNG skráasnið), er öll vinnsla mynda óháð frummyndinni. Þannig er hægt að framkalla sömu myndina á marga vegu án þess að breyta frummyndinni.

Í Lightroom CC er heill heimur til að læra hvernig þekktri ljósmyndarar hafa unnið myndir undir, „Discover“ of „Learn“. Notendur geta hlaðið niður forstillingum þeirra til að setja á sínar myndir.

Auðvelt er að “Sync” myndir í Lightroom CC við Lightroom Classic eða öfugt, sync „collection“ í Lightroom Classic við Lightroom CC, sem þá vistar „Smart preview“ í möppur á Lightroom CC. 

Viðskiptavinir fá sendan tölvupóst með kóða og leiðbeiningum til að virkja áskrift sína, innan sólarhrings frá því að greiðsla hefur borist. 

Ekki er mælt með að notendur blandi saman Adobe persónulegri áskrift og Adobe fyrirtækja áskrift, (Teams áskrift). Þeir þurfa þá að skrá sig út og inn á milli áskrifta.

 

28.549 kr. með VSK

Shopping Cart
Scroll to Top