Lightroom CC (1Tb hýsing) – 1 árs áskrift

Lightroom CC – Vinnsla, skipulag, hýsing á skýi og miðlun mynda hvar sem er og hvenær sem er.

 

ATH: Þetta er ekki hefðbundið Lightroom fyrir vinnslu og vistun gagna á eigin tölvum. Það er Lightroom CC Classic sem er hluti af Photography plan áskriftunum.

 

Lightroom CC er hentugt fyrir þá sem vilja geta unnið fljótt og skipulega, samhæft myndir sínar á einn stað frá snjallsímum, spjaldtölvum eða skjáborði og haft fljótt aðgengi að þeim á hvaða tæki sem er, auk þess að geta skráð sig inn á myndasafn sitt á vefnum.

Á tölvum er hlaðið niður Lightroom CC forritinu. Á snjallsímum og spjaldtölvum er hlaðið niður Adobe Lightroom app. Svo er hægt að skrá sig inn á sitt Lightroom á vefnum. Þannig er hægt að hafa aðgang að myndasafni sínu hvar sem er.

Þú færð sendan tölvupóst með kóða til að virkja leyfi þitt innan sólarhrings frá að greiðsla hefur farið fram.

 

 

30.039 kr. með VSK

Shopping Cart
Scroll to Top