Skapa einstakt verk úr samsettum myndum í Adobe Photoshop CC

23. nóvember, 2021

Frítt vefnámskeið með Julieanne Kost, Principal Evangelist hjá Adobe Systems.

Miðvikudaginn 1. desember kl 16:00 – 17:30

Allir þátttakendur fá sendan hlekk með upptöku eftir námskeiðið.

Njóttu þess að vera með Julieanne Kost, þegar hún fer í gegnum sköpunarferlið sitt og útskýrir hvernig hún umbreytir ósamstæðum sjónrænu efni úr ýmsum áttum í eina súrrealíska samsetta mynd.

Julieanne mun deila því hvernig og hvers vegna hún velur bæði grunnmyndir og myndir í forgrunn, hvernig hún byggir upp samþættingu myndanna og hvenær hún bætir við myndefni, breytir litum eða tónu til að styrkja sjónræna frásögn. 

Á þessu vefnámskeiði kynnist þú verkfærum í Adobe Photoshop CC sem Julieanne notar til að skapa myndir sem gera áhorfendum kleift að fara tímabundið úr raunveruleikanum og setja sig inn í heim innblásinn af hugsunum og draumum.


Skráðu þig á póst lista hjá okkur. Við sendum skráðum aðilum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Hafa samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top