Við bjóðum þér inn í nýjan 3D heim Adobe

10. nóvember, 2021

Frítt vefnámskeið með Stephen Burns, Adobe Expert, um Adobe Substance 3D hugbúnaðinn.

Vefnámskeið 1 af 2

Adobe Substance 3D hugbúnaðurinn er settur saman af nokkrum einingum, sem til samans gerir hann aðgengilegan fyrir bæði byrjendur og sérfræðinga. Adobe Substance 3D er sér hannð þrívíddar umhverfi, til að búa til áferðir á hluti, velja liti og lýsingu á þá og flytja út efni sem lifandi þrívíddar skrár, eða skrár til frekari 3D vinnslu.

Substance 3D Stage

Substance 3D Stager er til að setja upp sviðsmyndir. Flytja inn efni og raða því saman. Setja efnis tegundir og áferðir á einingar, stilla bæði yfirlits og staðbundna lýsingu. Síðan vista sjónarhorn myndavéla með mismunandi upplausn og skila raunsæu útliti. Efninu er svo hægt að „export“ fyrir vefinn eða AR.

Substance 3D Painter

Substance 3D Painter hefur öll verkfærin til að lita, tóna og velja áferðir á einingar. Allt frá háþróuðum burstum til snjallra efna og áferða sem laga sig sjálfkrafa að 3D líkaninu þínu. Substance 3D Painter er mikið notaður í leikja- og kvikmyndaframleiðslu sem og í vöruhönnun, tísku og arkitektúr. Þetta er 3D áferðarforrit fyrir fólk með skapandi hugmyndir á fjölbreyttum sviðum.

Substance 3D Sampler

Með 3D Sampler gerir þér auðvelt að búa til einingar, vista þær og endurnýta. Taka venjulegar myndir og breyta þeim í þrívíddarefni og aðlaga það að öðru þrívíddar efni í módeli sem þú ert að vinna með. Þarna kemur gervigreind Adobe sem heitir Adobe Sensei mikið við sögu. Nýtt sett af öflugum verkfærum sameina mismunandi tækni og sköpunaraðferðir (tengir verkferla, gervigreind og handvirkar fínstillingar), sem auðvelda þér að stjórna heilu efnissöfnunum og flytja þau út í önnur forrit.

Substance 3D Designer

3D Designer hefur víðtæka notkun og er að vissu leiti miðlægur staðall við hönnun flestra tölvuleikja og þrívíddar AI. 3D Designer styður öll helstu skráa snið sem notuð eru fyrir 3D tölvuvinnslu. Substance 3D Designer er forrit hannað til að búa til nýjar áferðir, efni, síur og þrívíddarlíkön, með mikla áherslu á tól og stillingar sem hægt er að vista þannig að öll saga viðkomandi efnis er geymd. Þetta er öflugasta forritið í Substance 3D vistkerfinu og býður upp á óteljandi möguleika.

About Stephen Burns

Stephen Burns er stafrænn myndlistarmaður og höfundur bóka um að skapandi ævintýraheima á stafrænu formi. Hann er Adobe AEL (Adobe Educational Leader) og Adobe fyrirlesari og hefur kennt stafræna sköpun á alþjóðavettvangi. Hann er einnig forseti San Diego Photoshop Users Group sem er nú stærsti Adobe Photoshop notendahópurinn í landinu. Hann er gestarithöfundur fyrir fjölda tímarita til að fela í sér aðalgreinina og forsíðu Photoshop User Magazine.

Vefsíða Stephen Burns og kontakt upplýsingar:

www.chromeallusion.com

Upptaka af fyrri hluta vefnámskeiðs Stepehen Burns: 3D Texturing with Adobe Substance Painter – YouTube

Seinna vefnámskeið Stephen Burns um Adobe Sbustnce 3D verður í byrjun árs 2022.

Skráðu þig á póst lista hjá okkur. Við sendum skráðum aðilum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Hafa samband: – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top