Adobe Acrobat og Microsoft tengd saman til að hámarka afköst þín

9. janúar, 2022

Fyrra vefnámskeið af tveimur um Adobe Acrobat og Adobe Sign og samþættingu þessa forrita við Microsoft 365

Hlekkur á upptöku af námskeiðinu neðst á síðunni.

Kennari: Matthes Schucht – Adobe Document Cloud og Adobe Sign – Solution Specialist.

Adobe Acrobat vinnur fyrir þig með algjörlega stafrænum verkferlum í meðferð gagna á PDF-formi. Adobe hefur nú leitt PDF-nýsköpun í yfir 25 ár. Adobe Acrobat DC er hinn alþjóðlegi staðall þegar kemur að því að búa til, breyta, undirrita eða skanna rafræn skjöl á PDF-sniði, auk þess að gæta öryggis þeirra. Adobe Acrobat er yfirgripsmesti hugbúnaðurinn til að vinna með PDF/A, PDF/X og PDF/E

Hraðari, öruggari og snjallari vinna.

Adobe Document Cloud-verkfærin eru innbyggð í Microsoft 365. Það þýðir að allir í fyrirtækinu þínu geta átt í hraðari og öruggari samskiptum í uppáhalds Office-forritunum sínum.

Með Adobe Acrobat er nú leikur einn að vista Word, Excel eða PowerPoint-skrár beint í PDF í Microsoft 365 eða vinna með Office-skrár í Acrobat DC. Hægt er að sameina skjöl í eitt PDF-skjal og endurraða síðum, úr OneDrive for Business eða úr SharePoint, Word, Excel eða PowerPoint á netinu. Einfalt er að nota lykilorð í Microsoft 365 til að gæta öryggis trúnaðarupplýsinga og takmarka afritun skjala, breytingarmöguleika eða prentun.

Meiri afköst.

Í nútímasamfélagi þarf stundum að sinna mikilvægum verkefnum á hlaupum. Með ókeypis Adobe-öppum getur þú búið til, fyllt út og undirritað PDF-skjöl hvar og hvenær sem er. Það skiptir ekki máli hvaða tæki þú skráir þig inn á, þú getur haldið áfram í Acrobat-viðmóti þínu þar sem frá var horfið á öðru tæki.

Breyttu farsímanum þínum í öflugan skanna hvar sem þú ert. Breyttu á einfaldan hátt pappírsreikningum eða kvittunum í stafræn skjöl, eða breyttu nafnspjöldum í stafræna tengiliði með aðeins tveimur smellum. Adobe Scan-appið auðveldar þér vinnuna.

Hvað ef þú ert ekki við fartölvuna þína en þarft að sinna brýnu verkefni? Það er ekkert vandamál með Adobe Acrobat Reader fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Adobe Acrobat-öpp gera þér kleift að vinna með PDF-skjöl hvar sem er.

Með Adobe Fill & Sign geturðu auðveldlega myndað skjöl, fyllt þau út rafrænt, undirritað og deilt þeim beint úr farsímanum þínum. Öppin er einfalt að nota með fingrum eða með rafrænum penna.

Á þessu vefnámskeiði lærir þú:

  • Hvernig þú getur umbreytt hvaða orðaskrá sem er í fyrsta flokks viðskiptaskráarsnið með einum smelli.
  • Að snara eyðublöðum yfir á útfyllanlegt form svo hægt sé að ljúka verkum rafrænt.
  • Að nýta Acrobat til að einfalda vinnu með skjöl í forritum sem þú notar oft, eins og Microsoft Teams.
  • Hvernig Adobe Scan og Acrobat nýtast við að færa gömlu pappírsskjölin þín á stafrænt form, laga þau til og einfalt að vista á sínum stað.
  • Að vinna með öll skjöl, hvar sem þú ert, með Acrobat Web eða Adobe Acrobat-öppum fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu.

Upptaka af vefnámskeiði 17. janúar 2022

Skráðu þig á póst lista hjá okkur. Við sendum skráðum aðilum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Hafa samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top