Námskeið á Grand Hótel – laugardaginn 26. janúar – kl 09-17.

15. janúar, 2019
1200x1200_tn

Á þessu mega-námskeiði með Tony Harmer, einum eftirsóttasta kennara Englands í Adobe CC hugbúnaði fyrir grafíska hönnuði (og á Lynda.com, Linkedin Learning og Adobe MAX), verður lögð áhersla á hvernig þú getur nýtt þér öflugustu og nýjustu aðferðir fyrir grafíska hönnun í Adobe CC 2019.

Að nýta tímann sem mest í hönnunina sjálfa og sem minnst í einhverja tæknivinnslu eða umsýslu með verkefni, prótótýpur, eða prófarkalestur og nota úrelta verkferla hvað þetta varðar.

Tony mun fara yfir tímasparandi aðferðir til að búa til efni og vinna með í Illustrator CC 2019, InDesign CC 2019, Photoshop CC 2019, Lightroom CC 2019, Dimension CC 2019, XD CC 2019 og Acrobat DC 2019.

Það kannast flestir við:

  • Að vera að vinna í InDesign skjali og viðskiptavinurinn óskar eftir “að fá að skoða afrit í Word”.
  • Að þurfa að senda frá þér nokkrar mismunandi útgáfur af efni á JPEG skráarsniði til samþykktar.
  • Að óska þess að þú gætir skellt hönnun þinni á 3D hluti og sett þá inn í bakgrunn sem sýnir hvernig endanlega vara mun lita út.
  • Að þurfa að sitja tímunum saman við að rendera hönnun til að geta sýnt hana á þróunarstigi?

Líklega kannastu við eitthvað af þessu og Tony mun kenna þér snjallar lausnir til að leysa þetta.  En það er bara toppurinn af ísjakanum. Annað geymum við þar til þú verður með Tony á námskeiðinu, þar sem hann mun fara yfir mikið af sambærilegu efni.

Tony mun einnig líta á nokkra frábæra Adobe CC plug-in, sem geta flýtt aðgerðum í grafískri hönnun yfir á ljóshraða. Að lokum fer Tony svo yfir hvaða hlutverki mismunandi tæki þín, tölvan, spjaldtölvan, eða farsíminn, geta þjónað í hönnunarferlinu. Og hvernig þú getur nýtt þér þá þekkingu til að grípa innblástur eða aðstæður hvar sem þú ert, – jafnvel í 39,000 feta hæð á ferð til Íslands.

Námskeið eins og þetta með Tony Harmer á ekki að taka létt, því þú getur tekið með þér tonn af upplýsingum, hugmyndum og innblástur, sem gjörbreytir vinnu þinni. – Vertu því viss um að þú sért tilbúinn í sætinu þínu og ekki hrædd/ur við að fara á flug í nýjum lausnum með Tony Harmer.

Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 26. janúar – kl 09:00 til 17:00 –

Hádegismatur innifalinn.  

Námskeiðsgjald: kr 17.800,- greiðist fyrirfram.

Shopping Cart
Scroll to Top