Tonn af tímasparandi aðgerðum – námskeið fyrir grafíska hönnuði

17.800 kr.

Á þessu mega-námskeiði með Tony Harmer, einum eftirsóttasta kennara Englands í Adobe CC hugbúnaði fyrir grafíska hönnuði (og á Lynda.com, Linkedin Learning og Adobe MAX), verður lögð áhersla á hvernig þú getur nýtt þér öflugustu og nýjustu aðferðir fyrir grafíska hönnun í Adobe CC 2019.

Að nýta tímann sem mest í hönnunina sjálfa og sem minnst í einhverja tæknivinnslu eða umsýslu með verkefni, prótótýpur, eða prófarkalestur og nota úrelta verkferla hvað þetta varðar.

Tony mun fara yfir tímasparandi aðferðir til að búa til efni og vinna með í Illustrator CC 2019, InDesign CC 2019, Photoshop CC 2019, Lightroom CC 2019, Dimension CC 2019, XD CC 2019 og Acrobat DC 2019.

Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 26. janúar – kl 09:00 til 17:00 – hádegismatur innifalinn.  Námskeiðsgjald: kr 17,800.- greiðist fyrirfram.

Shopping Cart
Scroll to Top