Hvað er nýtt í Creative Cloud apríl 2019

6. maí, 2019

Það er allt of langur listi að þylja hér upp allar nýjungar sem komu í nýjustu uppfærslu af Adobe Creative Cloud í apríl.

Við viljum gefa þér hér innsýn í nokkrar nýjungar sem hafa hlotið mikla eftirtekt. Neðst á síðunni finnur þú svo link til að hlaða niður Pdf skjali sem listar ýtarlega helstu nýjungarnar í hverjum hugbúnaði fyrir sig.

Fyrst er að nefna alveg nýtt „Workflow“ í Premiere Pro, þar á meðal „Freeform Project Panel“ sem auðveldar mikið að raða saman klippum. Annað er „Rulers and grid lines“, sem auðveldar mikið að stilla af t.d. texta. Þeir sem hafa kynnst Premiere Pro 2019 þekkja auðvitað nýju Lumetric kúrfurnar, sem auðvelda og flýta mikið fyrir litgreiningu. Aukin vinnsluhraði fylgir svo nýjustu uppfærslunni.

Nýjungar í Premiere Pro

Í After Effects er mest talað um nýja „Content Aware Fill“ tækni, sem auðveldar að fjarlægja óæskilegt efni sem er inn á klippi. Auk þess er nýtt í After Effects að geta nú séð animation sem Java script kóða og geta á auðveldan máta lagað til kóðann í staðinn fyrir að þurfa að nota fullt af „keyframes“ til að laga til animation.

Content Aware fill í After Effects

Í Photoshop má meðal annars nefna alveg nýtt „Content-aware fill“ tól, sem er bylting í því að laga til efni í mynd. Fyrir litgreiningu er svo komið „Color wheel“ sem mörgum finnst þægilegra til að stilla liti. Auk þess má nefna „Live blend-mode previews“, sem sýna útkomu mismunandi blending mode í „previews“ um leið og farið er yfir listann.

Nýjungar í Photoshop CC

Í InDesign er enn efst á blaði að geta importað „Comments frá Pdf skrám“. Slíkt auðveldar alla vinnu við að uppfæra skjal sem hefur t.d. verið lesið yfir eða prófarkalesið. „Content-aware fit“ smellir myndum inn í frames og með AI stillir sjálfkrafa að aðalatriði myndefnisins passi sem best í rammann. Auk þess má nefna „Presentation mode“, sem er öflugt viðmót til að halda kynningar í InDesign og margir kjósa frekar að nota í dag en PowerPoint.

Adobe XD er í hraðri þróun. Efst á blaði er sennilega „Voice commands og speech“. Auk þess hefur fjöldi plug-ins verið hannaðir af þriðja aðila. „App intergration, Auto-animation og Easy intergration við Illustrator“ er nokkur atriði sem má nefna í nýju Adobe XD.

Hér er slóð á Pdf skjal sem listar allar helstu uppfærslunar í Adobe Creative Cloud April 2019 uppfærslunum. SMELLTU HÉR

HVAÐ KOSTAR CREATIVE CLOUD FYRIR FYRIRTÆKI

Shopping Cart
Scroll to Top