Adobe Creative Cloud fyrir snjalla hönnuði

25. október, 2021

Aðild þín að Adobe Creative Cloud inniheldur safn af verkfærum til að hjálpa þér að dreyma stærra og skapa meira!

Adobe Fonts og þú velur letur til að vinna með.

Adobe Creative Cloud er í samstarfi við leiðandi framleiðendur heims í leturgerðum sem bæta daglega við fjölda leturgerða í Adobe Fonts. Og þú þarft engar áhyggjur að hafa af leyfisveitingum, því stórt leturbókasafn okkar fylgir Adobe Creative Cloud VIP áskrift þinni.

Með því að smella á „Manage fonts“ í Creative Cloud desktop forritinu, hefur þú aðgang að hundruð þúsunda leturgerða. Eða beint úr forritum eins og Photoshop, Illustrator, InDesign eða Adobe XD. Undir „Caracter style“ er valið „more from Adobe fonts“ sem opnar „Adobe fonts“ beint í vafranum þínum. Þar getur þú leitað í tugþúsund leturgerða og valið „Activate font“ sem þá uppfærist þá á tölvuna þinni.

Kynntu þér Adobe fonts

Með Adobe Libraries eru helstu gögn þín alltaf við hendina.

Ekkert er auðveldara en að vista eigindi verkefna, letur, letur snið, lita pallettu, vektorskjöl og ljósmyndir beint úr forritum inn í Library sem þú getur nefnt, t.d. með nafni verkefnisins. Þannig er auðvelt að skipuleggja allt efni eftir tegund verkefna, vörumerki, eða viðskiptavinum.

Á sama hátt getur það ekki verið auðveldara, að opan Libraries gluggann í Photoshop, Illustrator eða InDesign, velja viðkomandi Library og draga efni úr því beint inn í skjal sem þú ert að vinna í. Svo getur þú deilt samstarfsfólki þínu aðgang að þínum Libraries eins og þér hentar.

Kannanir Adobe hafa leitt í ljós að notendur Libraries spara sér yfir 30% í tíma að sækja efni með notkun á Adobe Libraries. Það er 30% meiri tíma til að hanna og skapa.

Kynntu þér Adobe Libaries

Adobe Portfolio, tilbúin vefsíða fyrir valin verk þín.

Adobe Portfolio er sérsniðið fyrir Adobe Creative Cloud notendur til að speigla verkefni sín á eigin vefsíðu. Portfolio býður upp á fjölda tilbúna sniðmáta og þemu sem er auðvelt að fínstilla eftir eigin þörfum. Efni sem þú vilt birta á Aodbe Portfolio síðu þinni er einfalt að hlaða beint upp. Og með Adobe Bridge > Export panel er einfalt að hlaða upp myndum, grafík, vídeó og hljóð skrám. Um leið getur þú gefið verkefninu „“ nafn sem efnið birtist þá undir á Adobe Portfolio vefsíðunni.

Mjög einfalt og þægilegt er að uppfæra efni í Portfolio, bæta við nýju efni eða fjarlægt eldra efni. Einnig getur þú ákveðið að speigla Portfolio project þín á Behance, sem er einn stærsti vettvangur í heimi fyrir hönnuði til að sýna verkefni sín.

Kynntu þér Adobe Portoflio

Ekki hika við að hafa samband ef við getum aðstoðað – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top