Adobe Color – Snilld fyrir alla hönnuði.

12. janúar, 2021

Veldu frábæra liti saman.

Adobe Color gerir þér auðvelt, að búa til, velja og vista einstök aðgengileg litaþemu, fyrir skapandi verkefni þín. Þú getur notað Adobe Color á vefnum, í tölvunni, á spjaldtölvu eða í snjallsímanum.

Hvernig virkar Adobe Color

Þú getur búið til eða valið þemu í Adobe Color á Adobe Creative Cloud og vistað undir „Libraries“, en þau eru þá aðgengileg í „Libraries panel“ bæði í Adobe tölvu- og farsímaforritum, t.d. Adobe Photoshop, Illustrator, Photoshop Sketch, After Effects og Fresco.


  • Þú getur skoðað litaþemu sem aðrir Adobe notendur hafa miðlað. 
  • Skoðað hvaða litir og litaþemu eru í tísku.
  • Með einum flipa breyt litum í þema í RGB, CMYK, HSB eða LAB.
  • Búið til litaþema sem byggir á hefðbundnum lögmálum um samspil lita.
  • Notaðu Adobe Sensei (Adobe gervigreind) til að aðstoða þig að búa til litaþema.
  • Séð hvernig litaþema sem þú velur lítur út fyrir litblinda.

Að búa til litaþema.

Adobe Color gerir þér kleift að búa til og breyta þemum með allt að tíu litum eða draga þemu út úr myndum sem veita þér innblástur. Þú getur einfaldlega skellt mynd inn í Adobe Color og látið forritið koma með hugmyndir um litaþemu sem passa við myndina.

Adobe Color þjónustan hjálpar þér að velja samhæfðar og aðlaðandi litasamsetningar fyrir hönnunarverkefni þín. Adobe Color er samþætt við Photoshop, Illustrator, After Effects og Fresco í formi viðbótar sem gerir þér kleift að búa til, vista og fá aðgang að litþemunum þínum í þessum forritum. Þú getur einnig hannað litþemu sem eru í boði á Adobe Color og síað þau á nokkra vegu, t.d. vinsælast, mest notuð, af handahófi, þemu sem þú hefur notað eða þemu sem þú hefur metið áður. Þegar þú hefur fundið þema sem þér líkar, getur þú fínstillt það og vistað undir „Libaries“ þemum þínum á skýinu, eða bætt því við litaþemu þín í Photoshop.

Fyrir utan Photoshop tengist Adobe Color fleiri Adobe Creative Cloud forritum, t.d. Adobe Illustrator, Adobe InDesign og Adobe After Effects. 

Svo er það rúsínan í pylsuendanum. Ef þú ert með Adobe Creative Cloud áskrift þá fylgja fjölmörg Adobe öpp fyrir snjallsíma eða spjaldtölvur. Þar á meðal er Adobe Capture.

Með Adobe Capture getur þú tekið mynd af því sem hönnun þín tengist og beðið Adobe Capture að koma með hugmyndir að litaþemu sem passa myndefninu.

Um Adobe Color


Hafa samband varðandi frekari upplýsingar


Shopping Cart
Scroll to Top