Vefnámskeið – Nýjustu „tips & tricks“ í Adobe Premiere Pro og After Effects.

21. janúar, 2021

Fimmtudaginn 28. janúar kl 15 – 16.

Svo lengi lærir sem lifir.

Adobe er stöðugt að koma með nýjar uppfærslur á hugbúnaði sínum yfir árið. Við höfum nú fengið Robert Hranitzky til að vera með vefnámskeið fyrir okkur þar sem hann fer yfir allar helstu nýjungar í Adobe Premiere Pro og Adobe After Effects 2020.

Ýmsir muna eftir mjög velheppnuðu námskeiði sem Robert var með fyrir okkur á Fosshótel Reykjavík í október 2019.

Við hverja uppfærslu standa upp úr ein til tvær stórar nýjungar, en þær eru yfirleitt mikið fleiri. Margar minni uppfærslur geta verið ný stilling í glugga, viðbóta hnappur í tólum, eða viðbætur í val-gluggum og svo framvegis.

Við höfum beðið Robert að taka saman þær nýjungar sem honum finnst skipta mestu máli, bæði hvað varðar möguleika, en einnig verkferla og aukin afköst.

Robert mun t.d. fara yfir atriði eins og Roto Brush 2, 3D Tools, Shape Layers, Adobe Stock Audio, Auto Reframe og fleira.


Robert Hranitzky

Robert Hranitzky.

Robert starfar sem hönnuður með aðsetur í München Þýskalandi, með sterkar áherslur á „motion graphic“ og „animation“ fyrir fjölbreytt verkefni. Allt frá gerð upphafs- og loka titla fyrir kvikmyndir til flókinna effekta í kvikmyndum. 

Ástríða og fagmennska knýr Robert áfram til að skapa fallegt myndmál og fjör í hverju verkefni. Sama hvort það er live action, 2D eða 3D animation – eða allt saman. 

Undanfarin 15 ár hefur hann unnið með viðskiptavinum eins og Adobe, Apple, Audi, BenQ, BMW, Carl Zeiss, Elgato, Mammút, Maxon, Wacom o.fl. Auk þess að starfa sem hönnuður þá deilir hann einnig þekkingu sinni og reynslu sem tíður fyrirlesari á mörgum sýningum, háskólum og ráðstefnum um allan heim.

Skráðu þig núna og við sendum þér link á vefnámskeiðið.


Vefnámskeiðið verður tekið upp og við sendum þátttakendum slóð á upptökuna sem verður aðgengileg í 2 vikur.

Shopping Cart
Scroll to Top