Vertu smart, vertu í fararbroddi með Adobe Creative Cloud fyrir teymi.

19. ágúst, 2020
Team of Electronics Development Engineers Standing at the Desk with 3D Printer and PCB Motherboards. Specialists Working on Ultra Modern Industrial Design, Using Advanced Technology.

Auðveldar alla samvinnu – bæði innan teymis eða við viðskiptavini.

Þrjár ástæður til að færa sig í Creative Cloud fyrir teymi.


1.  Aðgangur að öllum bestu skapandi forritunum fyrir mismunandi framleiðslustig – þar á meðal Adobe Photoshop, InDesign, Illustrator og ný forrit eins og Adobe XD og Adobe Spark.

2. Fyrir þá sem stjórna leyfum, að hafa yfirlit yfir öll Adobe CC leyfin frá einu miðlægu stjórnborði, sjá hvaða leyfi notendur hafa, geta fært til leyfi, endurúthlutað eða bætt við leyfi á nýjan notenda og greitt bara þá mánuði sem eftir eru af áskriftartímabilinu.

3. Og ekki síst fyrir notendur, að hafa aðgang að Adobe expert 24/7 ef á þarf að halda, 1:1 vöruþjálfun, ókeypis sniðmát og þúsundir námskeiða.

Okkur finnst ekki síður skipta máli að Adobe CC teymis áskrift getur sparað svo mikinn tíma. Fækkað fundum, nýtt nýjustu tækni til að deila og frelsi fyrir einstaka notendur að leggja sitt að mörkum, þegar viðkomandi hefur góðan vinnufrið.

Þið getið deilt efni til einstaks aðila í teyminu. Þið getið ákveðið hverjir í teyminu sjá síðustu útgáfu ykkar að efni. Þið getið borið efni undir t.d. viðskiptavin, þó að hann hafi ekki Adobe forritin og gefið viðkomandi leyfi til að gera athugasemdir. Þið getið sparað mikinn tíma með því að nýta ykkur teymis lausnirnar og í staðinn eytt meiri tíma í að skapa efnið sem er loka afurðin.

Það kostar smá tíma að læra hvernig hægt er spara tíma.

Við bjóðum upp á kynningar ef þess er óskað. Þá erum við einfaldlega að endurtaka það sem þið getið séð á vef Adobe. Við erum stöðugt að aðstoða viðskiptavini okkar með Adobe áskriftir og höfum ekki tekið greiðslu fyrir neina tækniaðstoð.

Það skiptir okkur mestu, að viðskiptavinum okkar nýtist sem best áskriftir að Adobe hugbúnaði sem þeir fá í samvinnu við okkur.

Hafa samband. s: 415-6444 kl 10:00-16:00 info@hugbunadarsetrid.is

Shopping Cart
Scroll to Top