Vefnámskeið Terry White – Adobe Design & Photography Evangelist

12. nóvember, 2020

Upptaka af vefnámskeiði Terry’s fyrir Hugbúnaðarsetrið er aðgengileg HÉR

NÝJASTA NÝTT í Adobe Creative Cloud 2021

Skapandi samstarf – fullkomið eftirlit gagna – auðvelt aðgengi – samþætting hugbúnaðar – einföld notkun.

Terry White – Adobe Evangelist í hönnun og ljósmyndun fyrir Adobe. Terry hefur starfað hjá Adobe í yfir 20 ár. Sem Adobe Evangelist síðustu árin er Terry í dag í Adobe teymi sem kynnir fyrir Adobe notendum og væntanlegum notendum, allar nýjungar Adobe tengdar Creative Cloud hugbúnaðinum.

Terry ætlar að sýna okkur hvað er NÝTT í Adobe Creative Cloud. Sýna okkur tíma sparandi aðgerðir og nýjan aukabúnað fyrir myndvinnslu frá Adobe Sensei.

Nýjungar í Creative Cloud Libraries til að geyma allt efni sem er notað aftur og aftur og til að deila verkum þínum til þeirra sem þú vilt. Svo mun Terry sýna okkur hvernig við getum notað skýjaskjöl milli skjáborðs og farsíma til að byrja á hugmynd og vinna svo áfram að henni heima, í vinnunni eða á ferðinni.

Nýttu þér staðlað vinnsluferli, drifið áfram af reynslu þinni og tímasparandi ferlum fyrir skapandi vinnu. Sparaðu þér í það minsta 50% tíma í heildina með því að nýta Creative Cloud í bakgrunninn.

Uppgötvaðu hvernig þú getur unnið betur með Creative Cloud Libraries. Gerðu þér auðvelt að skissa hugmyndir á ferðinn með snjallsíma eða spjaldtölvu við hendina. Nýttu þér samþættingu milli forrita. Allt er þetta tengt á einum stað yfir mismunandi tæki eða milli mismunandi hugbúnaðar.

Hugsaðu þér hvað þú getur sparað mikinn tíma með því að opna t.d. Photoshop efni beint úr InDesign til að gera smávægilega breytingu og þegar þú vistar breytinguna uppfærist hún sjálfkrafa í InDesign.

Sama má segja með samþættingu milli efnis sem upphaflega er búið til á snjallsíma eða spjaldtölvu og þú vilt vinna áfram í tölvu.

Eða að þú getur sent beint úr forriti slóð á viðskiptavin til að bera undir hann útlit hönnunar og gera honum kleift að skrifa athugasemdir og skissa inn á mynd sem hann sér athugasemdir sínar, sem þú færð svo strax skilaboð um.

Vefnámskeið sem sem enginn Adobe Creative Cloud notandi ætti að láta fram hjá sér fara. Terry White kemur beint og skipulega að efninu. Þeir sem njóta geta lært að spara sér tíma, víkkað skapandi umhverfi sitt, aukið ánægju við hönnun og upplifun viðskiptavina sinna.

Shopping Cart
Scroll to Top