Adobe uppfærslur fyrir teiknara

2. nóvember, 2020
Illustrator feature image

Djörf tól fyrir teikningar eða málverk.

Málaðu eða teiknaðu á iPad í Adobe Fresco og Photoshop, með blýöntum eða penslum og útlitið verður eins og á pappír eða striga. Blandaðu saman olíu eða vatnslitum á stafrænan striga. Notaðu Adobe Capture til að breyta ljósmyndum í lita palettu, eða bursta sem gefa áferð sem þú getur flutt inn í Photoshop og Fresco.

Með þessum forritum sem vinna saman á skjáborði, spjaldtölvu og farsíma getur myndlist gerst hvar sem innblástur slær.

Hafðu listform þitt við hendina hvar sem er.

Fresco leyfir þér að mála og teikna á iPad eða iPhone, hvar sem þú finnur fyrir innblæstri. Notaðu Fresco með Photoshop með Apple pensli á iPad. Öll lög (layers) flytjast á milli. Í Photoshop á iPad eða tölvu getur þú lagfært og sett saman listaverk þín gerð í Fresco. Til viðbótar getur þú unnið efni í nýjum Illustrator á iPad, sem gefur þér vald til að búa til nákvæma vektorlist hvar og hvenær sem hugurinn girnist.

Illustrator á iPad

Illustrator á iPad er hentugur til að búa til merki, myndskreytingar eða grafík. Auðvelt er að færa vinnu á milli skjáborðs og iPad. Það hefur aldrei verið auðveldara að setjast niður og færa hugmyndir yfir í teikningu, sem svo er hægt að vinna áfram með, annað hvort á iPad eða tölvu. Með Apple pensil og Illustrator á iPad er vinnan líkast því að teikna eða skyssa á blað með blýanti.

Línur geta verið eins og þú vilt. Skarpar eða lagaðar eftir þrýstingi og sveigjur náttúrulega. Auðvelt er að laga til línur og fleti, tengja saman form og byggja upp mynd í lögum (layers). Auðvelt er að lita fleti og tóna liti eða búa til falleg mynstur. Teikninguna er hægt að vista á skýinu og halda áfram að vinna í Illustrator á tölvu. Á Adobe skýinu er auðvelt að vista mismunandi útgáfur af sama skjalinu.

Kynntu þér allt um Adobe Fresco á iPad HÉR

Kynntu þér allt um Adobe Illustrator á iPad HÉR

Ekki hika við að hafa samband ef við getum aðstoðað eitthvað – www.hugbunadarsetrid.is

s: 415-6444 –

Shopping Cart
Scroll to Top