Adobe Imaging Evangelist Julieanne Kost

12. mars, 2020
Subterrarianpsd-2

Vefnámskeið – (Webinar), miðvikudag 18. mars, kl 17-18:30. Spurningar og svör í lokin.

Þátttakendur fá sendan tölvupóst með slóð á námskeiðið ásamt leiðbeiningum. Einnig munum við senda Pdf skjal eftir námskeiðið, þar sem Julieanne hefur tekið saman efnið sem úr fer yfir og slóðir á frekari upplýsingar. Þáttakendur þurfa að vera nettengdir, með slökkt á míkrófón og ekki deila skjá sínum.

Photoshop CC 2020 / Lightroom CC / Lightroom Classic – verkferlar og nýjungar.

Njóttu samveru með Julieanne Kost, Digital Imaging Evangelist hjá Adobe, til að kynnast hvernig Adobe ljósmyndatæknin heldur áfram að þróast og veita ný tækifæri fyrir ljósmyndastreymi, vinnslu og lausnir. 

Julieanne byrjar á Lightroom Classic og sýnir nýjar leiðir til að auðvelda verkferla. Þar á meðal nýjar aðferðir til að flytja inn, skipuleggja, vinna, senda og ganga frá myndum í safn. Síðan sýnir hún notkun tóla til að bæta, betrumbæta, eða bæta við skapandi effektum við myndir.

Svo mun Julieanne sýna hvernig á að nota Lightroom CC sem faglegan hugbúnað í þráðlausum tækjum til að stytta verkferla við val, myndvinnslu, vistun og til að deila myndum – án þess að þurfa að vera bundin við borðtölvuna.

Næst mun hún sýna hvernig þú getur notað öflugar nýjar aðgerðir í Photoshop CC 2020 ásamt því að sýna fram á kraft nokkurra grunn myndvinnslu tóla; sem spannar samfelluna frá klassískum myrkratækniaðferðum til nútíma vinnu á ljósmyndum, myndvinnslu þeirra og myndaritstjórn.

Að lokum mun Julieanna sýna hvernig þú getur haldið áfram að vinna myndir – hvenær sem innblástur kemur – með Photoshop á iPad og tryggja að öll vinna þín sé samhæfð við borðtölvuna þína.

Ef allt gengur vel þá verður væntanlega tími fyrir spurningar og svör í lokin.

Burtséð frá kunnáttu þinni mun þessi tími með Julienne hjálpa þér að gera vinnu þína í Lightroom og Photoshop skilvirkari og ná skapandi hugmyndum þínum hraðar en áður. Mætið með athyglina. Pennar og blöð á staðnum. Svo munum við senda þátttakendum nótur með vefslóðum á efni sem Julieanne kemur inn á.

Kostnaður kr. 4,175. – Fullbókað

Shopping Cart
Scroll to Top