Adobe Express – Fyrir alla sem þurfa kynningar efni.

31. maí, 2023
Ax_LevelUp_ExistingUser_HeroArt_Horizontal

Nýtt, einfalt, öflugt og fjölhæft vefviðmót til að búa til alskonar kynningarefni.

Fyrir lítil fyrirtæki, einyrkja, félagasamtök, án þess að krefjast mikillar tæknilegrar færni.

Með Adobe Express hefur þú allt sem þú þarft, til að búa til grafík fyrir samfélagsmiðla, fjölpósta, merki, bæklinga, veggspjöld, auglýsingar eða nafnspjöld og svo má lengi telja.

Með Adobe Express getur þú breytt hugmyndum þínum á einfaldan og skjótan máta í tilbúið efni. Þú lærir fljótt að nota öflug verkfæri sem auðvelda þér flókna vinnu og getur hannað áberandi efni á augabragði, fyrir vefinn, til prentunar, eða til að deila á mismundandi samfélagsmiðla.

Adobe Express er stútfullt af sniðmátum sem er auðvelt að byrja með sem grunn við hönnun efnis. Þú getur notað efnisorð til að leita að hentugu sniðmát. Þegar þú hefur fundið gott sniðmát er sára einfalt að breyta því og aðlaga að þínum þörfum. Skipta út myndum, færa til texta, merki eða tákn. Þú getur leitað í þúsundum af táknum til að nota og þegar þú hefur bætt þeim inn á hönnun þína getur þú lagað stærð þeirra, snúið þeim og valið lit á þau. Sama á við allt annað efni, nema grunninn.

Og Adobe Express stoppar ekki þar. Þú getur beðið Adobe Express að koma með tillögur, t.d. af litum sem fara vel saman. Á hverju stigi getur þú skoða hvernig efnið sem þú ert að vinna kemur til með að líta út, t.d. á vefnum, á snjallsíma eða fyrir prentun.

Og þegar búið er að hanna efni í stærð fyrir einn miðil býður Adobe Express upp á að breyta stærð og lögun á einfaldan máta fyrir aðra notkun, t.d. í stærðir og hlutföll fyrir mismundandi samfélagsmiðla. Svo getur þú vistað og flokkað efni í “Libraries” til að nota aftur í í nýjum verkefnum.

Þú getur á öllum stundum komið að verkefnum þínum í Adobe Express með því að skrá þig inn á Adobe Express á vefnum, eða í snjallsíma og spjaldtölvu. Adobe Express umhverfi þitt er alltaf eins og þú skildir við það síðast.

Og rúsínan í pulsuendanum er að þú getur opnað dagatal í Adobe Express þar sem þú ákveður hvenær og hvar þú vilt að viðkomandi hönnun verði póstuð á mismunandi félagsmiðla fram í tímann.

Sparaðu tíma með sniðmátum.

Adobe Express gerir það auðvelt að byrja á að leita í þúsundum flottar sniðmáta að efni hannað fyrir mismunandi notkun, svo sem samfélagsmiðla, prentað efni eins og bæklinga, matseðla, uppskriftir eða boðskort, svo nokkuð sem nefnt. Þegar þú hefur fundið efni sem þér líkar er einfalt að breyta útliti þess. Breyta grunnmynd, taka út bakgrunn í mynd, setja inn texta eða merki, laga stærðir, liti og annað útlit alveg eins og þú vilt. Svo getur þú vistað efni sem þú hefur hannað og flokkað í “Libaries”. Eins getur þú vistað lógó, staðlaða leturgerð og undir “Brands”.

Ekki hönnuður? Ekki vandamál.

Þú getur útbúið það sem þú þarft í einu umhverfi. Með aðgengilegum verkfærum getur þú gert flókna hluti einfalda.  Fjarlægja bakgrunn í mynd eða einangra svæði í myndiefni, laga til texta, bæta við vörumerki, setja inn tákn og svo margt fleira. Með örfáum snertingum geturðu breytt stærð efnis fyrir hvaða samfélagsmiðla sem er og bætt við Adobe Photoshop gæðabrellum á einni svipstundu

Auðvelt að vinna saman.

Deildu merkjum, (lógó), leturgerðum og litavali með teymi þínu, prentað út efni eða vistaðu efni á Pdf formi með í Adobe Acrobat – þannig að allt efni sem þú dreifir veistu að skilar sér eins og þú ætlast til.

Adobe Express er innifalið fyrir þá sem eru með Creative Cloud All Apps fyrirtækja áskriftir.

Adobe Express er einnig innifalið fyrir einstaklinga sem eru með Adobe Creative Cloud All Apps áskrift. Einstaklingar geta einnig keypt árs áskrift að Adobe Express.

Hafa samband – s: 415-6444 – kl 10 til 16 – info@hugbunadarsetrid.is

Til að fylgjast með fréttum um uppfærslur og nýjungarSkrá sig á póstlista.

Shopping Cart
Scroll to Top