Adobe CC fyrir málara og teiknara

29. ágúst, 2021

Adobe Creative Cloud – stöðug þróunn fyrir stafræna sköpun

Nú getur þú teiknað og málað beint á stafrænan striga. Valið pensla, vatnsliti, olíuliti, eða pixel og vektor blýanta. Svo getu þú búið til þína eigin bursta eða hlaðið inn burstum frá þekktum teiknurum.

Adobe Fresco er hannað til að teikna með blýöntum og penslum sem líta út eins og raunveruleikinn. Blanda olíu eða vatnslitum og málað á stafrænann striga. Þú getur auðveldlega þurrkað vatnslit áður með því að smella á eitt tákn áður en þú litar yfir hann, eða valið að lita yfir blautan lit og lát litina renna saman.

Með Adobe Capture á snjallsíma getur þú tekið myndir og breytt þeim í lita-pallettu sem þú flytur svo inn í Fresco, eða Photoshop, eða búið til pensla og áferð í Capture sem þú getur fljótt flutt inn í Photoshop og Fresco. Verkfærin, snjallsími, tölva og spjaldtölva, vinna öll saman fyrir þig.

Þetta stafræna umhverfi fyrir teiknara og málara gerir kleift að vinna hvar sem er. Á snjallsíma eða spjaldtölvu. Og svo sent yfir á tölvu.

Með tilkomu Adobe Photoshop og Adobe Illustrator fyrir iPad og Apple Pensil er iPad orðið einstaklega öflugt tæki til að mála eða teikna í Adobe Fresco. Að vinna í leyers er hægt að byggja myndefnið upp smátt og smátt. Eins flytja myndir inn og sameina. Svo er hægt að senda vinnuna yfir í Photoshop eða Illustrator á tölvu til að ganga frá endanlegu verki.

Tenging við stafrænann striga


Adobe Fresco er smíðað fyrir nýjustu stíl- og snertitækin, t.d. Apple Pencil og iPad. Til viðbótar stærsta safni heimsins af vektor- og raster burstum auk byltingarkenndra lifandi bursta til að skila náttúrulegri málverk- og teikningarupplifun. Þetta er fullkomið sett af stafrænum verkfærum fyrir alla sem vilja uppgötva gleði þess að teikna og mála, óháð stað og stundu.

Taktu Fresco lengra með Photoshop á iPad.

Uppgötvaðu frelsið stafrænna tækja sem gerir kleift að teikna vektor myndir með skörpum, hreinum línum, minnka þær fyrir farsíma eða stækka þær upp í  auglýsingasklitastærð og missa aldrei gæði. Teikna með vektorburstum í Illustrator á iPad. Breytta raunverulegum hlutum í sýndarhluti með Adobe Capture. Taka hönnun þína frá Fresco inní Illustrator til að taka listaverk þín á næsta stig.

Frekari upplýsingar um Adobe XD – hafið samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top