Acrobat Pro – Pappírslaus skrifstofa

3. nóvember, 2022
Acrobat Feature Mynd

Fullkomlega samhæft við Microsoft Office 365, Teams, Dynamic og SharePoint

Þú ert alltaf með nýjustu Acrobat útgáfuna.

Þarfir þínar eru stöðugt að þróast. Hvernig þú vinnur þróast. Þess vegna er Adobe stöðugt að þróa og bæta eiginleikum við Adobe Acrobat. Þegar þú kaupir Adobe Acrobat getur þú verið viss um að hafa alltaf nýjustu eiginleikana um leið og þeir eru gefnir út.

SAMSTARF OG RAKNING SKJALA
Haltu verkefnum gangandi — hvar sem er og á hvaða tæki sem er. Sama hvert dagurinn tekur þig eða hvaða tæki þú hefur í höndunum, heldur þú samstarfinu gangandi. Með Acrobat getur þú auðveldlega deilt PDF skjölum til yfirlestrar, til skoðunar, til undirritunar og um leið fylgst með framvindu þeirra, á hvaða tæki og hvaðan sem er.
YFIRLESTUR SKJALA ALDREI AUÐVELDARI.
Nú er eins einfalt að deila PDF skjölum og safna athugasemdum eins og að senda tölvupóst – bara með mikið einfaldari stjórnun, fullri rakningu og án vandamála með viðhengi. Viðtakendur fá tölvupóst með hlekk á PDF-skjölin þín. Þeir smella bara til að opna, skoða og gera athugasemdir ef þeir vilja.
Árangur á ferð og flugi.
Breyttu farsímanum þínum í hágæða PDF tól.
Besta farsímaforritið til að skoða PDF varð bara betra með „Liquid Mode“. Acrobat Reader farsímaforritið er stútfullt af ókeypis verkfærum til að skoða, skrifa athugasemdir, undirrita og deila PDF skjölum. Og með Acrobat Pro geturðu gert enn meira. Lagfært skjöl, búið til PDF skjöl samkvæmt mismunandi stöðlum, skipulagt síður eða sameinað skjöl beint úr spjaldtölvunni eða farsímanum.
EYÐUBLÖÐ OG UNDIRSKRIFTIR
Skildu pennann eftir og skrifaðu undir rafrænt.
Fylltu út og undirritaðu PDF eyðublöð auðveldlega hvar sem er og á hvaða tæki sem er. Þú getur einnig safnað undirskriftum skjala, fylgst stafrænt með framvindu þeirra með sjálfvirkri vistun þegar þau eru að fullu undirrituð.

Adobe Document Cloud færir fyrirtækinu þínu alhliða stafrænt umhverfi fyrir skjöl. 

Fyrirtæki af öllum stærðum, með mismarga starfsmenn, þekkja það flest vel að starfsstöðvar eru dreifðar og oft ekki á sama stað á sama tíma. Með Adobe Acrobat, Acrobat Sign og fleiru, gengur þú úr skugga um að fyrirtækið þitt sé útbúið fyrir fjöltækjaheim. Með fullkomri samhæfingu við algengustu Micrsoft forritin verður Acrobat en öflugra fyrir pappírslausa skrifstofu.

Upplýsingar um frí námskeið okkar og kynningar. Skrá sig á póstlista.

Hafa samband – info@hugbunadarsetri.is

Shopping Cart
Scroll to Top