Vefnámskeið með Mike Russell, sérfræðingi í notkun Adobe Audition og Premiere Pro til að skapa, blanda, laga og hljóðsetja vídeó og kvikmyndir.
Þriðjudaginn 28. apríl kl 16:00-18:00. Þátttakendur fá senda slóð til að tengjast námskeiðinu.
Þeir sem kunna að nota Adobe Audition CC með Adobe Premiere Pro CC, til að hljóðsetja kvikmyndir eða myndbönd, þekkja alla kosti þess að vinna bæði mynd og hljóð í samhæfðum hugbúnaði frá Adobe.
Auðvelt er að hoppa frá Premiere Pro í Audition til gera sértækar háþróaðar hljóðstillingar og vista svo uppfærslurnar beint inn í Premiere Pro. Það eru um 50 stillanlegir möguleikar í Audition sem hjálpa við næstum allar aðstæður.
Á þessu Audio Masterclass vefnámskeiði verður farið yfir ýmsa háþróaða verkferla við notkun á Adobe Auditon fyrir hljóðvinnslu og Adobe Premiere Pro fyrir mynd og hljóðvinnslu.
Farið verður yfir „Audio Effects, Audio Compression, Waveforms, Threshold, Ratio, Kicks, Gain, Equalizer, Noise Reduction, Room Echo, Wind noise, Hiss, Hum“ og margt fleira.
Einnig verður farið yfir notkun hljóðrása í Premiere Pro, blöndun á hljóði, setja hljóð effecta yfir, forstillingar (presets), blöndun talaðs máls og bakgrunnshljóðs og “import og export” á hljóðrásum.
Námskeiðið tekur mið að því að þátttakendur hafi þekkingu á hljóðvinnslu og hljóðsetningu og vilji kynnast nýjustu tækni í Audition CC og Premiere Pro CC hljóðvinnslu.
Um leið segir Mike Russell að allir sem hafi áhuga á hljóðsetningu eigi að njóta góðs af vefnámskeiðinu, þar sem öll háþróuð vinnsla byggir á ákveðinni grunnvinnslu sem skín í gegn.
Eftir vefnámskeiðið fá þátttakendur sent Pdf skjal með tilvísunum á ýtarefni yfir það efni sem Mike Russell fjallar um á námskeiðinu