Samnýtt leyfi eru hentug fyrir skóla sem eru með eigin tölvur eða t.d. tölvustofu. Leyfin eru skráð á viðkomandi samnýtta tölvu.
Samnýtt leyfi er hægt að panta minnst 25 leyfi eða fleiri í einu, til að fá leyfin á „hagstæðum“ kjörum.
- Það er hægt að bæta við leyfum á áskriftartímabilinu.
- Þá er kostnaður fyrir hvert leyfi hlutfall af ársgjaldi þeir mánuðir sem eftir eru af áskriftar tímabilinu.
- Ef t.d. bætt er við leyfum eftir 6 mánuði, þá er verðið 50% af árs áskriftinni.
- En það sama gildir þegar að bætt er við leyfum, að það verður að bæta við minnst 25 stk.
- Það er því æskilegt að velta fyrir sér í upphafi hvort það borgi sig að vera með örfá leyfi umfram lágmark, til að draga úr líkum á að það verði að bæta við 25 leyfum ef vantar bara nokkur.
Tæknileg atriði
- Hér má sjá yfirlit yfir þau leyfi sem í boði eru fyrir skóla. Sjá https://helpx.adobe.com/enterprise/using/licensing.html
- Og um nýjustu uppfærslur á þessum leyfum: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/sdl-deployment-guide.html
- Notendur samnýttra leyfa þurfa allir að vera á sama léni, en það er auðvelt fyrir stjórnendur að setja leyfi upp á tölvum og/eða flytja yfir á aðrar tölvur.
- Í upphafi þarf að ákveða hvaða tegund af auðkenningu á að nota. Hægt er að nota eftirfarandi:
- Open Access, allir með gilt Adobe ID geta skráð sig inn.
- Organization user only, allir sem skilgreindir eru í Admin Console t.d. með Adobe ID, Enterprice ID eða Federated ID geta skráð sig inn.
- Enterprise/Federated users only, einungis notendur með Enterprice eða Federated ID geta skráð sig inn.
- Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/sdl-user-access-policy.html
- Til að stjórna aðgangi notenda að kerfinu þarf að skrá notendur í Admin Console. Ef notuð er önnur hvor eftirfarandi skilgreining, Organization user only eða Enterprise/Federated users only þarf að skilgreina hvaða notendur mega skrá sig inn í kerfið.
- Hægt er að nota eftirfarandi auðkenningar: Adobe ID, Enterprise ID eða Federated ID.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/set-up-identity.html - Hentugast fyrir notendur t.d. framhaldsskóla er að tengja notendur beint við Azure AD.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/kb/configure-microsoft-azure-with-adobe-sso.html og https://docs.microsoft.com/en-gb/azure/active-directory/saas-apps/adobe-creative-cloud-tutorial - Til að stofna notendur í Adobe Console er hægt að flytja inn lista úr Excel.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/users.html - Til að samnýta notendur sjálfvirkt frá AD í Adobe er hægt að nota þar til gert tól.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/user-sync.html
- Hægt er að nota eftirfarandi auðkenningar: Adobe ID, Enterprise ID eða Federated ID.
- Shared Device leyfin eru merkt viðkomandi tölvu, hægt er að taka leyfi af einstökum tölvum og flytja yfir á aðrar tölvur, með þar til gerðu tóli.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/recover-sdl-licenses.html - Shared Device leyfin sækja auðkenningu til staðfestingar á leyfi notanda á u.þ.b. 90 mín fresti.
- Hægt er að búa til sérsniðinn pakka fyrir uppsetningu á tölvum skólans.
Sjá leiðbeiningar: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/create-sdl-packages.html - Hér má finna spurt og svarað varðandi Shared Device Licensing: https://helpx.adobe.com/enterprise/using/sdl-faq.html