PhotoshopCafe – frábært kennsluefni í Photoshop og Lightroom, um dróna, vídeó, stafræna hönnun og margt fleira.

12. október, 2020
basicsicon-DN_x2-2

PhotoshopCAFE vefsíðan byggir á sögu stráks og draumi hans. Fæddur í Glasgow Skotlandi og flutti til Nýja Sjálands 5 ára gamall. Fór þaðan til Los Angeles í leit að tilgangi í lífinu, með fullt hjarta og tómt veski. Þetta er í stuttu sagan á bakvið PhotoshopCAFE, barns Colin’s Smith.

Á níunda áratugnum starfaði Colin sem hönnuður. Colin segir sjálfur svo frá. „Af og til myndi ég sjá eitthvað nýtt og hætti ekki við fyrr en ég hafði lært það. Eitt sinn hringdi ég í hönnunarstofu sem hafði hannað efni með „burstuðu málmgulls“ útliti og spurði hvort þeir keyptu þennan effekt á geisladiski eða hvort þeir hafi búið hann til sjálf. Þeir sögðu mér hrokafullt „við opinberum enga tækni okkar.“ Frá þeim degi ákvað ég að ég myndi endurgreiða hönnunarsamfélaginu á einhvern máta það sem ég kynni að læra“.

Leiðin var svo bara uppávið. Á Photoshop World í Los Angeles árið 2001 var mynd eftir Colin í fyrsta sæti í keppni og hann var einn af þeim fyrstu sem fengu „The Photoshop World Guru Award .

Það sem einkennir kennsluefni Colin Smith á PhotohopCAFE er að hann brýtur kennsluna upp í stutt vídeó, þar sem hvert vídeó fjallar um mjög afmarkað efni. Það er því bæði mjög hentugt til að skoða efnið frá A til Ö á þeim hraða sem hverjum hentar, eða til að rifja upp einstök atriði eða stillingar í viðkomandi forritum með því að horfa á stutt vídeó þegar á þarf að halda.

Við kaup á Premium Tutorial efni á PhotoshopCAFE, hleður viðkomandi niður kennslu pakkanum, bæði í hárri upplausn til skoðunar á tölvu og í lægri upplausn fyrir spjaldtölvu. Með því að skrá sig svo inn á PhotoshopCAFE fær viðkomandi aðgang að því efni sem hann hefur keypt, ef hann hefur glatað því.

Auk þess er mikið af fríu efni sem Colin er stöðugt að deila, um hugbúnað, ný tæki, tækni og aðferðir. Svo enginn sem hefur áhuga á ljósmyndun, myndvinnslu, drónum eða vídeó, kemur að tómum kofanum hjá Colin á vefsíðunni hans PhotoshopCAFE.

Adobe Photoshop og Adobe Lightroom árs áskriftir hjá okkur finnur þú HÉR.

Shopping Cart
Scroll to Top