Hinn skapandi heimur notar Photoshop
Milljónir hönnuða, ljósmyndara og listamanna um heiminn nota Photoshop til að gera hið ómögulega mögulegt. Hvort sem það er að vinna ljósmyndir, setja saman ljósmyndir, eða hanna teikningar og aðra myndlist.
Finndu áskrift sem hentar þér.
Ekki bara mynd heldur ævintýri
Hvort sem þú ert að leita að hefðbundnum lagfæringum mynda eða heildarbreytingum, býður Photoshop upp á fullkomið safn af faglegum ljósmynda tólum til að breyta myndunum þínum í listaverk. Stilla, retúsera, fjarlægja hluti og lagfæra. Setja saman myndir eða gera við gömlu myndirnar. Leika með lit, effekta og fleira til að breyta venjulegum myndum í eitthvað óvenjulegt.
Kraftur pensilsins endurfæðist
Photoshop CC býður upp á afar fullkomna notkun á burstum til að mála með. Einnig er hægt að bæta við burstum sem aðrir hafa búið til. Bustar með áferð eftir heimsfræga listamenn eru aðgengilegir. Með teiknibretti er hægt að ná fram öllum einkennum burstanna, litamagni, dreyfingu, áferð, hversu þétt er málað og margt fleira.