Föstudaginn 11. október kl 09-16.
Gullfoss 2h – Fosshótel Reykjavík – Þórunnartúni 1, 105 Reykjavík
Taktu þátt í þessu spennandi námskeiði með Robert Hrantizky. Á því deilir hann með þátttakendum sínum nýjustu brögðum og brellum við vinnu á hreyfigrafík og VFX með uppáhaldsforritunum, Adobe After Effects og Cinema 4D. Skyggnist bak við tjöldin með Robert og hann sýnir hvernig hann útbjó VFX, UI hreyfigrafík og titla í kvikmyndum þar sem var reynt að halda niðri kostnaði og vinna á mjög knöppum tíma.
Robert útskýrir sköpunarþáttinn og tæknilega nálgun við notknun á forritum svo sem Adobe After Effects og Cinema 4D. Samhliða því sýnir hann þægilegar flýtileiðir við notknun á nýjustu teiknibrettunum frá Wacom. Einnig verkflæði við notkun uppáhalds plögga sinna sem lyfta After Effects á hærra plan.
Jafnhliða því að deila gagnlegum brögðum og brellum ætlar Robert að sýna hvernig hann notast við Adobe öpp í iPhone og/eða iPad til að búa til efni í vinnsluferlinu Hann sýnir hvernig hann notar iPad sem auka skjá við gerð hreyfigrafík, eða Apple Pencil og Adobe öpp til að skapa hráefni til að vinna áfram með jafnóðum.
Á þessu námskeiði hefur Robert sérsniðið efni sitt fyrir okkur og Íslenskan markað, þar sem fjárhagur getur verið þröngur og tíminn naumur.
Um Robert Hranitzky
Robert er hönnuður og vinnur í München í Þýskalandi. Hann vinnur mest í hreyfimyndagerð (motion graphics & animation) fyrir allra handa verkefni frá gerð titla fyrir kvikmyndir, stiklugerð og kvikmyndaverkefni.
Ákefð og áhugi ýtir honum út í að gera fallegar grunnmyndir og hreyfirgrafík fyrir hvert verkefni sem hann tekur að sér. Skiptir þá engu hvor um er að ræða lifandi myndir, flata eða þrívíða hreyfigrafík – eða allt saman í einu.
Síðustu fimmtán árin hefur hann unnið fyrir alls lags viðskiptavini, svo sem Adobe, Apple, Audi, BenQ, BMW, Carl Zeiss, Elgato, Mammut, Maxon, Wacom og fleiri.
Ásamt því að vinna á sköpunarsviðinu deilir hann óspart af þekkingarbrunni sínum og reynslu sem fyrirlesari á margvíslegum sýningum, háskólum og ráðstefnum um víða veröld.