Sjóðheitur klukkutími um Adobe Illustrator 2021

5. apríl, 2021

Við bjóðum þér á vefnámskeið með Ian Sayers um nýjungar og smartar lausnir í Adobe Illustrator 2021

Skráðu þig frítt á vefnámskeiðið neðst á síðunni

kl 15 – fimmtudaginn 15. apríl

Allir skráðir þátttakendur fá svo senda slóð á upptöku og frekari fróðleik

Vertu með okkur og sjáðu hvernig þú getur nýtt þér nýjungar í Illustrator 2021, vinnslu í Illustrator á iPad og beint samstarf við aðra í sama skjali.

Einfalda Paths og Punkta
Euðvelda litablöndun og skyggingu

Til dæmis mun Ian koma inn á eftirfarandi atriði ásamt mörgu örðu:

  • Frábæra uppfærslu á endurlitun (Recolour Artwork).
  • Læsing og aflæsing einstakra hluta í verki.
  • Hlutum smellt upp að letri (Alignement). Letur notað til þess að stilla af staðsetningar.
  • Texti mótaður og jafnaður lóðrétt. Stafsetningar leiðréttingar.
  • Nýir og gagnlegir valmöguleikar í leturstærðum.
  • Uppfærðar stýringar á ferlum (Path) og í Simplify.
  • Hvernig á að halda lögun teikningar þótt festipunktur (Anchor Point) sé fjarlægður.
  • Nýjasta uppfærsla á fríhendis litatónuninni (Freefrom Gradient) og hvernig er hægt að nýta hana sem best með möskum.
  • Hvernig er hægt að nýta sér hraðari rasta upplausn (Raster Effects).
  • Viðbætur við Illustrator – Af hverju er Astude Graphics svona gagnleg viðbót?
Locks
Unlcok

Ian fer svo yfir plug-ins fyrir Adobe Illustrator CC 2021, sem geta einfaldað og sparað vinnu.


Ian Sayers Director
GIANT Training
Adobe Community Leader
Wacom Ambassador
Adobe MAX TA

Ian hefur starfað framalega sem kennari og þjálfari í hugbúnaði fyrir skapandi greinar í yfir 25 ár um allt Bretland og Írland. Ian hefur einnig unnið við þróun á tímasparandi verekferlum í skapandi umhverfi og innleiðingu þeirra. Hann er reglulega fenginn til að vera með sérsniðin námskeið til að þjálfa starfsólk hjá fyrirtækjum sem vinna í skapandi stafrænu umhverfi.

Það getur skipt miklu máli bæði í tíma og kostnaði fyrir fyrirtæki sem vinna með hugbúnað í skapandi umhverfi að geta straumlínulagað verkferla. Ian hefur sérstaklega sérhæft sig í slíkri vinnu og kennslu.

Ian hefur komið þrisvar til Íslands og verið með mjög vel heppnuð námskeið fyrir Hugbúnaðarsetrið.

Undanfarin 25 ár hefur Ian unnið með viðskiptavinum eins og Adobe, Apple, Wacom, Valeo Foods, Sixteen South Animation og Cartoon Saloon auk meirihluta hönnunarskrifstofa í Bretlandi og Írlandi.

UPPSELT

Shopping Cart
Scroll to Top