Hvað er nýtt í Lightroom Classic og Photoshop CC

8. desember, 2022
Julieanne Kost webinar banner

Frítt vefnámskeið með Julieanne Kost – Digital Imaging Evangelist & Director hjá Adobe

Upptaka frá 14. desember 2022.

Julieanne ætlar að byrja á að fara yfir nýjungar í Lightroom Classic og sýna okkur nýja möguleika og tækni við vinnslu mynda, verkferla sem byggja á nýjum möguleikum með gerð staðbundinna maska, notkun á innbyggðum eða eigin forstillingum og hvað það er auðvelt að stilla styrk þeirra og blanda saman.

Julieanne fer svo yfir nýjustu eiginleikana í Photoshop CC, þar á meðal nýjungar við val á svæðum mynda, notkun fíltera, tengingu við gervigreind og samnýtingu skráa. Að lokum fer hún yfir notkun á „söfnum“ og leiðir til að fletta upp í leiðarvísum beint úr forritinu.

Vefnámskeiðið verður gullin blanda af hagnýtum aðferðum og hvetjandi ráðleggingum Julieanne sem eiga að geta gagnast ljósmyndurum á öllum stigum.

Þeir sem skrá sig á vefnámskeiðið fá sendan hlekk áður en námskeiðið hefst á miðivikudaginn 14. desember kl 15:10. Æskilegt er að skrá sig inn 5-10 mínútum áður en vefnámskeiðið hefst til að fara yfir hljóð og mynd. Allir skráðir þátttakendur fá svo sendan hlekk á upptöku af vefnámskeiðinu 1 til 2 dögum síðar.

Hafa samband – s: 415-6444 – kl 10 til 16 –  info@hugbunadarsetri.is

Upplýsingar um frí námskeið okkar og kynningar. Skrá sig á póstlista.

Shopping Cart
Scroll to Top