Adobe XD – snilldin ein fyrir stafræna miðlun

30. júlí, 2021

Adobe XD er forrit sem er fyrst og fremst notað til þess að auðvelda alla hönnun á vefsíðum, app-viðmóti fyrir snjalltæki og ýmis konar annað efni hannað fyrir stafræna notkun og skjámiðla.

Tímasparnaðurinn er málið

Tímasparnaðurinn felst í því að mjög auðvelt er í forritinu að líkja eftir því sem á að fara á vefsíðu eða í síma-app. Þannig er hægt að vinna hratt að útliti og senda viðskiptavini hlekk til þess að skoða það sem er í vinnslu. Þannig getur hann séð hvernig allt á að virka og hægt er að negla niður það sem á að gera í stað þess að þurfa að kóða allt til þess að sýna og eyða þannig miklum vinnutíma.

Þegar útlitið hefur verið samþykkt sparast enn og aftur tími því margt af því sem fer í skissuna í XD nýtist áfram því búið er að festa ótal mikilvæga þætti niður. Litir, letur, skuggar, útlit hnappa og fleira. Hluti efnisins nýtist líka þeim sem kóða og allir eru á sömu síðunni. Svo er hægt að hlóðsetja í Adobe XD.

Adobe XD Components

Eitt af því sem gerir Adobe XD svo frábært er svokallað Components. Component hefur ekki bara útlit heldur tengist einnig virkni sem tengd er við hann. Components er miklu Eitt af því sem gerir Adobe XD svo frábært er svokallað Components. Component hefur ekki bara útlit heldur tengist einnig virkni sem tengd er við hann. Components er miklu öflugra og leikur lykilhlutverki í XD. Hægt er að breyta næstum öllu í Component, eða einingu, með einfaldri hnappaskipun. Component safnast fyrir í panel og er aðgengilegur til að nota aftur og aftur í skjali. Sem dæmi mætti nefna hnapp með tónuðum lit, rúnnuðum hornum og skugga fyrir neðan. Components notkun er þannig ávísun á tímasparnað eins og best gerist. Breyting á grunn component framkvæmir viðkomandi breytingu á tengdum components í skjali. Sértæk breyting á component sem fyrir er breytist ekki.

Adobe XD – 3D

Önnur skemmtileg nálgun er hvernig forritið getur búið til flottar þrívíddareiningar, einmitt til þess að líkja eftir því sem hægt er að gera í appi fyrir snjallsíma eða vefsíðu. Svo er hægt að nýta teikninguna áfram, láta hreyfast, skælast og skekkjast. Á einfaldan hátt er hægt að byggja upp svona einingar þannig að leikur einn sé að skipta um vöru sem sýnd er í einingunni.

Eiginleikasafn með endalausa möguleika

Þegar hönnun er komin vel á veg er gjarnan farið í að tengja saman components. Dregnir eru strengir milli eininga, (oftast á milli síða) og valdar skipanir um aðgerð sem settar eru á strengina á afar einfaldan hátt. Hvað gerist ef maður smellir á þennan hnapp? Nú, þá ferðu á þessa síðu, og svo fram vegis.

Einföld fjölföldun eininga

Einfalt er að breyta einum þætti (component) í endurtekna röð þátta. Búa til raðir af endurteknum þáttum, t.d. myndalista, vörulista, tengiliðalista, fyrirsagna, undirfyrirsagna og fleira. Þú getur líka bætt við hegðun til að endurtaka áhrif og samskipti þvert á þætti, allt í einni einfaldri aðgerð.

Snjallt (Content Aware) viðmót

Hannaðu og breyttu component án þess að þurfa að stilla nálæga þætti upp á nýtt. Notaðu hluti sem er samstilltir og jafna bil þegar þú bætir við, fjarlægir eða breytir þeim. Nýttu þér snjöll stjórntæki til að sjá um þetta fyrir þig og haltu áfram að skapa.

Sæktu efni frá Photoshop, Illustrator eða Sketch.

Sæktu beint úr Adobe XD gögn sem eru t.d. unnin í Photoshop CC, Illustrator CC eða Adobe Sketch á spjaldtölvu. Þú þarft aðeins að smella á hlutinn til að opna hann í viðkomandi forriti til að laga hann og vista. Hann uppfærist þá í Adobe XD skjalinu þínu. Þú hefur svo aðgang að Adobe Libraries, þar sem þú getur haldið utan um allt efni sem tengist sama verkeni. Eða Adobe Fonts, þar sem þú finnur tug þúsundir af fontum. 


Adobe CC fyrir teymi:

Adobe XD er hægt að fá sem stakan hugbúnað eða með áskrift að Adobe CC All Apps.
Adobe XD stakt, er ódýrara en t.d. Photoshop, Illustrator eða InDesign.

Adobe CC fyrir einstaklinga:

Frekari upplýsingar um Adobe hugbúnað – hafið samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top