Smelltu af og breyttu símamynd í hönnunar efni með Capture
Notaðu farsímann þinn sem vektorbreytir til að breyta myndum í litaþemu, mynstur, letur tegund, áferð, bursta eða form. Færðu síðan þetta efni yfir í uppáhalds Adobe skjáborðs- eða farsíma forrit þitt – þar á meðal Adobe Photoshop, Illustrator, Dimension, XD og Photoshop Sketch – þar sem þú getur unnið með það áfram í sköpunar verkefnum þínum.
Útlit
Fangaðu lit og ljós frá umheiminum í kringum þig, með myndavélinni í símanum, eða jafnvel frá Adobe Creative Cloud á skíinu þínu. Notaðu síðan þessi liti og ljós sem áferð yfir vídeó verkefni þín.
Fílterar
Leiktu þér að búa til margskonar fíltera með því að umbreyta myndum eða efni á símanum þínum í fíltera sem þú getur svo notað beint í öðrum Adobe forritum.
Áferðir
Búðu til eðlilegar áferðir úr mynd sem þú tekur eða átt í farsímanum þínum og notaðu þær á 3D hluti sem þú ert að vinna í Adobe Dimension.
Letur tegund
Smelltu ljósmynd af letri og Capture notar Adobe Sensei tæknina til að þekkja formin og stinga upp á álíka letri. Þú getur svo vistað letur stíl sem Capture stingur upp á til að nota í Photoshop, InDesign, Illustrator eða XD.
Burstar
Búðu til hágæða sérsniðna bursta í ýmsum stílum og notaðu þá til að mála í Animate, Dreamweaver, Photoshop eða Photoshop Sketch.
Mynstur
Búðu til geometrisk mynstur í rauntíma með einföldum stillingum í Caputre og sendu mynstur sem þér líkar til Photoshop eða Illustrator til að nota sem fyllingar, grunna eða áferðir.
Form
Þú getur handteiknað form, eða tekið ljósmynd á farsímann og magnað kontrastinn þar til hann sýnir formið sem þú myndaðir og breytt forminu í hreint vektorform og sent það t.d. beint í Illustrator, eða önnur Adobe forrit sem þér hentar.
Litir
Taktu myndir til að búa til litaþema úr myndefninu. Lagaðu litaþemað til þar til þú ert komin með lita-palettu sem þér líkar og fellur vel að því verkefni sem þú ert að vinna. Vistaðu þessa lita-palettu til að nota í næstum því hvaða Creative Cloud forrit sem er.