Viðskiptaskilmálar

Stofnun reiknings

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig til að stofna reikning á vefverslun Hugbúnaðarsetursins ehf. Að því loknu geta þeir valið vörur, safnað í pantanir og vistað. Pantanir geta þeir síðan sett í körfu og verslað innihald körfunnar annað hvort með því að greiða með kreditkorti eða biðja um að fá sendan reikning. Þegar reikningur hefur verið greiddur í banka, samkvæmt innsendum greiðsluupplýsingum, fer pöntunin strax í afgreiðslu.

Vefverslun Hugbúnaðarsetursins ehf. byggir á háþróuðum vefverslunarhugbúnaði. Við útilokum ekki að upp geti komið villur sem við biðjum þá viðskiptavini okkar um að láta okkur vita um svo við getum lagfært þær. Slíkar villur eiga aðeins að geta komið upp í byrjun, en þær hafa engin áhrif á neinar peningarfærslur. Fullkomlega er tryggt að þær eru allar skráðar í gegn um kortagreiðslur eða banka.

Afgreiðsla vöru

Flestar vörur sem Hugbúnaðarsetrið ehf. selur eru á rafrænu formi, hugbúnaður, fræðsluefni eða námskeið. Þegar um hugbúnað er að ræða er í flestum tilfellum hægt að hala hann niður og prufa í allt að 30 daga. Að þeim tíma liðnum þurfa notendur að kaupa leyfi (license) til að nota hugbúnaðinn áfram. Það eru slík lögleg leyfi sem Hugbúnaðarsetrið ehf. er söluaðili að.

Viðskiptavinir greiða fyrir leyfin hjá Hugbúnaðarsetrinu ehf. og fá í framhaldi af greiðslu, annað hvort með kreditkorti eða greiðslu á sendum reikningi í banka, sent í tölvupósti frá framleiðanda hugbúnaðarins lögleg leyfisnúmer fyrir þeim hugbúnaði eða hugbúnaðarpakka sem þeir hafa greitt fyrir. Mjög mikilvægt er að viðskiptavinir fari ýtarlega yfir nafn eiganda hugbúnaðarins, nafn viðtakanda, netfang sem senda á leyfin á og aðrar upplýsingar sem framleiðandi skráir í gagnagrunn sinn varðandi eiganda leyfisins sem keypt er.

Gera verður ráð fyrir að það geti tekið um 24 til 48 klst virkra vinnudaga að afgreiða viðkomandi leyfisnúmer eftir að greiðsla hefur átt sér stað, en í öllum tilfellum verður reynt að hafa þennan afgreiðslutíma sem stystan.

Ef um fræðsluefni er að ræða getur afgreiðslan falist í því að viðskiptavinurinn fær senda slóð í tölvupósti, þar sem hann getur halað niður því efni sem hann hefur greitt fyrir. Mikilvægt er að viðskiptavinir passi vel upp á að taka strax öryggisafrit af slíku efni, þar sem slóðin til að hala niður er aðeins virk í takmarkaðan tíma.

Að lokum getur verið um greiðslu fyrir námskeið að ræða. Hugbúnaðasetrið ehf. mun leggja sig verulega fram við að vanda til allra slíkra námskeiða, hvort sem þau eru á íslensku eða ensku, á vefunum eða staðbundin.

Trúnaður og öryggi

Hugbúnaðarsetrið ehf. gerir ströngustu kröfur til að vernda friðhelgi viðskiptavina sinna og tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem viðksiptavinir veita við notkun á vefsíðu fyrirtækisins. Vinsamlegast kynntu þér trúnaðarstefnu Hugbúnaðarsetursins ehf. vel þar sem stefnan er ýtarlega skýrð og fjallað um öryggi allra upplýsinga.

Skil eða skipti á vöru

Þar sem flestar vörur sem Hugbúnaðasetrið ehf selur eru leyfiskóðar að fullkomnum hugbúnaðarlausnum sem viðskiptavinir geta prófað sér að kostnaðarlausu í allt að 30 daga í flestum tilfellum, er ekki hægt að skila slíkum leyfum. Það er því mikilvægt að viðskiptavinir Hugbúnaðarsetursins ehf. hali niður og sannprófi að sá hugbúnaður sem þeir kaupa leyfi fyrir virki á þeim tölvum sem hann er ætlaður.

Allur hugbúnaður sem Hugbúnaðarsetrið ehf selur hefur verið ýtarlega prófaður og á að virka á tilskildum stýrikerfum. Eins og alltaf getur komið í ljós að við einstakar sértækar aðgerðir geti hugbúnaðurinn hætt að virka. Þá á alltaf að vera hægt að ræsa hann upp aftur. Ef slíkt kemur fyrir, getur það bæði verið villa í hugbúnaðinum sem framleiðendur vinna stöðugt að því að laga og eru þær lagfæringar friar með uppfærslum sem framleiðiendur tilkynna eða notendur geta athugað regululega hvort hafi verið gefnar út.

Langalgengast er að það séu einhverjar truflanir í viðkomandi stýrikerfi sem valda því að hugbúnaður hættir eða frýs. Þá getur þurft að laga stýrikerfið og setja svo inn hugbúnaðinn aftur á hreint stýrirkerfi.

Sama gildir um kaup á fræðsuefni sem viðskiptavinir kaupa sér aðgan að og geta halað niður. Ekki er hægt að skila slíkum vörum.

Greiðslur, vöruverð og tilboð

Greiðslur fyrir vörur geta annað hvort farið fram með kreditkorti eða með því að fá sendan greiðsluseðil í banka.

Verð á vörum eru tengd gengi íslensku krónunnar og geta því breyst í samræmi við stöðu hennar frá því að pöntun er tekin saman á vef Hugbúnaðarsetursins ehf. þar til eiginleg kaup fara fram. Þ.e. þá greiðsla með kredit korti eða staðfesting á pöntun með því að setja hana í körfu og haka við innheimtu greiðslu í gegn um banka.

Hugbúnaðarsetrið ehf. reynir ávalt að bjóða upp á bestu verð. Þess ber einnig að geta hér að ströng stefna fyrirtækisins er að fjárfesta hluta af tekjum í menntun fyrir viðskiptavini sína í hinum ýmsu hugbúnaðarlausnum. Fjárfesting í þessari menntun á vegum fyrirtækisins mun vera í réttu hlutfalli við sölu mismunandi hugbúnaðarlausna eins og mögulegt er.

Annað slagið verður Hugbúnaðarsetrið ehf. með sértök tilboð, annað hvort á einstökum hugbúnaðarlausnum, uppfærslum hugbúnaðarlausna eða öðrum vörum. Það getur því verið mjög æskilegt fyrir áhugasama að vera skráðir fyrir fréttabréfum frá fyrirtækinu til að geta fylgst með slíkum tilboðum.

Skoða pantanir

Skráðir viðskiptavinir geta alltaf farið inn og skoðað pantanir sem þeir hafa tekið saman en ekki greitt fyrir. Þannig geta þeir óhikað búið til pantanir til að skoða hver kostnaður er við einhverja vörusamsetningu og hvort að verð á vistaðri pöntun hafi breytst á hverjum tíma. Pantanir eru geymdar í nokkurn tíma, en viðskiptavinir verða að gera ráð fyrir að pantanir sem teknar hafa verið saman og eru eldri en 6-12 mánaða verði reglulega eytt af fyrirtækinu.

Uppfærsla reikningsupplýsinga.

Mjög mikilvægt er að viðskiptavinir vandi sig við skráningu á öllum upplýsingum þegar þeir skrá nýjan reikning hjá fyrirtækinu. Eins og fram kemur í Trúnaðarsamningi Hugbúnaðarsetursins ehf. er gætt ýtrasta öryggis varðandi meðhöndlun allra persónulegra upplýsinga.

Einnig er aldrei of oft ítrekað að viðskiptavinir uppfæri allar breytingar sem kunni að verða á viðskiptareikningi sínum, netföng, símanúmer og aðrar mikilvægar upplýsingar. Hugbúnaðarsetrið ehf. getur einungis tryggt vandaða þjónustu ef allar reikningsupplýsingar eru nákvæmar og réttar.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Hugbúnaðarsetursins ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Hugbúnaðarsetrið ehf.

Vogaseli 3  - 109 Reykjavík
Kt. 680912-1140
Vsk: 112189
Sími: 415 6444
info@hugbunadarsetrid.is

Shopping Cart
Scroll to Top