NÁMSKEIÐ

Julieanne Kost

Adobe Lightroom Classic & Photoshop CC

Gullteig B – Grand hótel Reykjavik
laugardaginn 1. september kl 9-17
kr 16,450 
Kaffi og léttur hádegismatur innifalið

 

Tveir þátttakendur geta unnið árs-áskrift að Adobe CC All Apps

 

Þátttakendur fá sérstaka slóð á kennsluefni, sérstaklega sniðið fyrir þetta námskeið

 

Adobe Lightroom. Til þess að vera í fararbroddi, þarftu að vita hvernig þú notar Lightroom Classic til að ná sem bestum árangri. Julieanne Kost sýnir þér öll ráðin, tæknina og tólin til að hámarka afköst þín og forðast óþarfa endurtekningu. Á þessu hnitmiðaða námskeiði, lærir þú bestu aðferðir til að taka myndir þínar fljótt og á réttan hátt inn í Lightroom. Lærir að nota tækni sem er jafnframt sveigjanleg og auðveldlega sérsniðin að verkferli þínum. Síðan að ná valdi á Library, til að skipuleggja möppur, collections, fíltera, keywords og virtual afrit. Þú lærir bestu leiðirnar til að bæta, fínpússa og velja persónulegar áferðir á myndirnar þínar, bæði með víðtækum eða staðbundnum stillingum, sem eru allar afturkræfar. Og um leið hvernig þú getur aukið afköst þín með því að velja prófíla og forstillingar á margar myndir í senn. Ef þú hefur áhuga á að bæta skilvirkni þína í myndvinnslu og finna verklag fyrir þig, þá hefur þú ekki efni á að missa af þessu námskeiði.

 

Adobe Photoshop.  Einhverstaðar á mörkum afgerandi augnabliks ljósmyndunar og samþjöppunar í tíma hreyfimynda liggur heimur digital samsetningu mynda í myndverk, “composite imaging”. Heimur þar sem myndir teknar á mismunandi stað og stund eru settar saman til að skapa myndverk, sem er mikið meira en summa frummyndanna. Julieanne hjálpar þér að uppgötva hvernig þú umbreytir tilhugsun og hugmyndum í myndverk. Þú lærir á tólin sem notuð eru við samsetningu mynda, þar á meðal layers og masking, blending modes, adjustment layers, the properties panel, opacity og clipping paths. Því næst tekur þú þessi hugtök á hærra plan með notkun Smart Objects og Smart Filters, til að gera flóknar selections með channels og pen tólinu og skapar glæsilega útkomu með fullkomnun í blending option, clipping masks, Layer Groups og Refine Edge stillingum.

 

Um Julieanne Kost. Vart þarf að kynna Julieanne Kost fyrir flestum ljósmyndurum. Orðspor hennar sem kennara í Photoshop og Lightroom og Evangelist hjá Adobe Systems hefur farið víða. Julieanne er þekkt fyrir einstaka kennsluhæfileika. Námskeið hennar eru stórkostleg blanda af hnitmiðuðum praktískum tips & tricks, skipulögðum verkferlum, einstakri kímni og ekki síst sköpunargáfu, sem fær áhorfendur til að bæði fylgjast vel með og hafa gaman af, frá upphafi til enda. Fyrir utan reglulega pósta um Lightroom og Photoshop tækni á ýmsum vefsíðum, bæði opnum eða með áskrift, sem Julieanne skannar yfir á námskeiðinu, þá er persónuleg heimasíða Juleianne hér: https://www.jkost.net/

 

SKRÁÐU ÞIG HÉR