Illustrator 2022 bætir við blómum í hnappagatið

Illustrator blog banner

Á Adobe MAX 2021 ráðstefnunni var kynnt uppfærð útgáfa af Illustrator, eða Adobe Illustrator 2022 eins og það heitir fullu nafni. Í þetta skiptið var bætt við nokkrum nýjungum sem bæta forritið töluvert. Ekki svo mikið af nýjum tólum til þess beint að teikna með heldur meira í þá átt að bæta verkferla. Og þó, margt varðar teiknun alveg beint.

Þrívíddarteiknun eða 3D

Þrívíddarteiknun, 3D hefur verið til staðar í Illlustrator all lengi sem effect. Þetta gerir Illustrator engan vegin að þrívíddarforriti en flýtir fyrir manni við að teikna form í þrívídd. Tólið sem maður finnur enn undir Effects og heitir nú 3D and Materials. Breytingarnar eru tölluverðar. Fyrir það fyrsta er öll vinnslan í þrívíddarteikningunni margfalt hraðari en áður. Miklu fleiri valkostir eru með alla teiknunina og aðgerðirnar gerast á dúndurhraða. Meðferð á ljósi og skuggum er komið í aðrar víddir.

Það sem gerir þetta samt svo magnað er hvernig nýju Substance áferðirnar koma inn í dæmið. Það er hreint ótrúlegt að sjá og reyna. Þegar þessum þáttum hefur verið blandað saman, formum áferð og ljósi með áður óþekktum hraða er hægt að „rendera“ – láta Illustrator teikna útlitið með öllu í fullri upplausn til notkunar hvar sem er.

Discover Panel

Með því að smella á stækkunarglerstáknmyndina, efst uppi til hægri opnast þessi nýji panell. Þetta er eins konar fróðleiks22kista það sem má finna ótal atriði varðandi Illustrator forritið, tólin og svör við því hvar hlutirnir eru. Að auki kennsla á stuttum myndböndum og tengingar í ýmsar áttir í myndakaup, letur, plug-in og ýmislegt annað.

Letur

Typekit er nú Adobe Fonts

Ýmislegt bættist við varðandi letur. Svo sem að Illlustrator sækir og virkjar Adobe letur sem er ekki á tölvunni ef það vantar í aðsent skjal.

Einnig hefur verið bætt í Select valseðilinn leit að letri (select same) eftir fjöldskyldu, stærð og lit. Ekki ónýt viðbót það.

Samstarf og umsagnir

Adobe er að gera gríðarlegar umbætur á hinu skapandi skýi, Creative Cloud, hvað varðar samstarf innan hópa og sjónræn samskipti við viðskiptavini og aðra umsagnaraðila. Við munum sjá á næstu misserum ýmis tól og tæki í þessum efnum. Þungamiðjan í þessu er Adobe-skýið og Library sem er í forritunum – oft mjög vannýtt. Einn liðurinn í þessu bættist við 2022 útgáfunar af Illustrator, Photoshop og InDesign. Það er möguleikinn að leyfa skoðun og umsögn á skjali sem er í vinnslu og þarf sá sem skoðar ekki að vera með forritin hjá sér. Í stað þess getur sá sem skoðar notað Safari, Google eða sambærilega vefrápara til þess að skoða, merkja staði sem eru til umræðu og skrifað texta um breytingar. Sá sem er að vinna með skjalið fær samstundis til sín skilaboðin og getur flett þægilega í gegn og brugðist við beiðnunum.

Adobe er sérfag okkar.

Ekki hika við að hafa samband ef við getum veitt þér upplýsingar um Adobe hugbúnað. Áður en Hugbúnaðarsetrið ehf. var stofnað 2012, vorum við í samstarfi við Adobe sem Beta-tester, Adobe Partner og Adobe Influencer frá 2008. Vegna smæðar íslensks markaðar hefur Adobe ekki fengist til að vera með sértaka vef-verslun fyrir Ísland, en Adobe er með vefverslanir í öllum löndum í kring um okkur, á viðkomandi tungumálum, verðum í viðkomandi gjaldmiðli og með þeim sköttum sem á við í hverju landi fyrir sig. Við erum stöðugt að þrýsta á Adobe að fá að selja fleiri lausnir og sem Adobe Gold endursöluaðili hefur okkur tekist að fá að selja nokkrar Adobe einstaklings áskriftir. Og á nýju ári bætast fleiri við.

Við erum að vinna fyrir íslenskan markað að fá sem bestan aðgang að Adobe hugbúnaði.

Skráðu þig á póstlistann. Við sendum tölvupóst þegar við stöndum fyrir fræðslutengdum atburðum. PÓSTLISTI

Hafa samband – info@hugbunadarsetrid.is – s: 415-6444

Shopping Cart
Scroll to Top