Fræðsla

Lynda.com

Lynda er einn strærsti fræðsluvefur í heimi. Nýlega var Lynda.com keypt af LinkedIn sem á að styrkja stöðu vefsins sem einn öflugasti kennsluvefur fyrir hugbúnaðarlausnir í heiminum. Hægt að að fá prufu áskrift í 7 daga. Síðan er hægt að velja um áskrift í einn mánuð eða eitt ár. Við mælumst til að notendur feti sig áfram, kynnist vefnum og gefi sér tíma til að sjá hvernig hægt er að merkja við kennsluefni sem áhugavart og búa til sína eigin kennsluskrá.

KelbyOne

KelbyOne vefurinn er með kennsluefni um ljósmyndun, ljósmyndatækni, Lightroom, og Photoshop, eftir suma af þekktustu kennurum á þessu sviðið. KelbyOne hefur mjög breitt kennsluefni í viðbót við Lightroom og Photoshop, ekki síst fyrir þá sem vilja læra tækni fyrir mismunandi tegund ljósmynda og notkun ýmisskonar tækja til ljósmyndunar.

 

PhotoshopCafe

PhotoshopCafe er mjög vinsæll vefur fyrir kennsluefni sem tengist Lightroom, Photoshop, Premiere Pro og notkun dróna. Colin Smith, hjá PhotoshopCafe hefur frá upphafi byggt kennsluefni sitt með því að setja saman í einn pakka, tugi og stundum yfir hundrað stutt vídeó, þar sem hvert vídeó tekur á mjög afmörkuðu efni. Þannig get notendur farið í gegn um kennsluefni lið fyrir lið á þeim hraða sem þeim hentar, frá A til Ö. Eða skoðað einstakt vídeó til að sjá á nokkrum mínútum hvernig á að framkvæma eitthvað sem þeir þurfa að rifja upp eða læra.

 

Adobe TV

Ekki lengur viðhaldið / No longer maintained.  Adobe býður hinsvegar upp á fjölbreytt kennsluefni á vefsíðu sinni. Það er flokkar eftir tegund forrita og reynslu notenda.